Þá eru samræmdu prófin loksins byrjuð. Fyrsta prófið í dag og það síðasta eftir rúma viku. Gott að þetta er byrjað og langt komið (sko Pollýanna mætt). Fegin er ég að ég þarf ekki að taka svona próf, ég væri ekki vel upplögð í dag. Unginn var nefnilega veikur í gær og nótt og við fjölskyldan sváfum því frekar illa (frekar er kannski pínulítil einföldun). Alltaf verið að hósta og gráta. Mig langaði á tímabili líka til að hósta og gráta en mar er nú svoddann töffari að það var bitið á jaxlinn og haldið áfram að hugga.
Ég er að skipuleggja seminar og mig vantar fyrirlesara. Ef þú hefur gaman af því að tala um sjálfan þig þá ertu velkominn að tala á þessu móti. Hafðu bara samband og ég skrái þig haha ég veit að nú á fólk eftir að slást um að fá að vera með!
Ég er að skipuleggja seminar og mig vantar fyrirlesara. Ef þú hefur gaman af því að tala um sjálfan þig þá ertu velkominn að tala á þessu móti. Hafðu bara samband og ég skrái þig haha ég veit að nú á fólk eftir að slást um að fá að vera með!