Ég er kominn með lykilinn minn dýrmæta. Við Skakki lögðum land undir bíl í gærkvöldi, stilltum GPS tækið og keyrðum inn á frumskóga Kópavogsbæjar og fundum nýju íbúðina hennar Mundu. Við höfðum heyrt að það tæki leigubílstjóra um 1,5 tíma að finna húsið þannig að við þorðum ekki öðru en tæknivæðast. Og þetta var ekkert mál: tækið pípti við hverja beygju og allt í einu vorum við stödd við rétt hús. Pís of keik. Ég gæti leibeint ykkur á hvaða góðviðrisdegi sem er (as if)!
Og nú ætla ég að snúa mér aftur að fyrirlestrinum mínum og reyna að klára hann!
Og nú ætla ég að snúa mér aftur að fyrirlestrinum mínum og reyna að klára hann!