Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 mars 2006

Ég er í sjokki!!!!!!
Algjöru sjokki!!!!!

Hérna sat ég í algeru letikasti og nennti ekki að vinna. Ekkert athugavert við það og slæ því á þráðinn til SM vinkonu minnar. Við erum nefnilega að fara í bústað og þurfum ýmislegt að græja.. kokteila og kakó og bubblur í pottinn og svona fleira smáræði. Við röbbum svona saman eins og kvenna er siður, fórum út um víðan völl: Töluðum um bústaðinn, og pottinn og almenn kvenlegheit og kokteila. Þegar hún fer að flissa og flissið breytist í geðveikishlátur. Ég veit náttúrulega ekki hvaðan á mig stendur veðrið og spyr hvað sé svona fyndið og hún hlær og hlær. Ég verð að viðurkenna að það fór að fara um mig undarlegur hrollur því ég heyrði greinilega að hún var að hlæja á minn kostnað. Loksins gat hún stunið á milli hlátursroknanna.. "lífstílsbreyting hahaha"

Ég: ????
SM (hlær áfram): JÁ
Ég: Hjá hverjum? og hvernig?
SM (er greinlega að deyja): Á þér fíflið þitt.. hlustaðu á sjálfa þig...
Ég: ?? ha?
SM: Já.. þú og leikfiminn.. þú ert farin að vakna á undan klukku til að fara í LEIKFIMI og þú tekur ákvörðun að mæta ekki einn morgun og færð EKKI samviksubit af því þú veist að þú ferð næsta mánudag..
Ég: Oh mæ GOD! ohmægod.. getur það verið..hvað gerir maður?
SM: HAHA þú verður bara að lifa með því að þetta er orðið lífstill hjá þér HAHA og þú hefur alltaf sagt að þú GÆTIR þetta ekki

Ég er skelfingu lostin. Getur þetta verið? Hefur orðið lífsstilsbreyting og þykir mér nú sjálfsagt að mæta fyrir allar aldir í leikfimi????

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger