Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 mars 2004

Bíllinn er kominn á verkstæði! Það þýðir bara eitt! Ég er komin út klukkan 7.20 á morgnana á leið í vinnu. Er þetta normal fótaferðartími? Fór til læknisins í morgun og var númer tvö, hef aldrei náð því að vera svona framarlega enda sagði blóðsugan "þú ert bara snemma á ferðinni í dag!" Huh

Bíllinn verður örugglega í meira en viku á verkstæðinu því það er svo mikið að gera þar og minn bíll ekki framarlega á forgangslista sem er auðvitað rakið svindl!

Annars er ég farin að hlakka soldið til miðvikudagsins en þá koma sænsku nýbúarnir til landsins. Þau koma að vísu ekki öll, eða bara 3/4 af þeim. Bróðir minn ástkær er fastur í vinnu og kemst ekki. Þau hin eru að koma í fermingu hjá systursyni skurðlæknisins. Ég mín fjölskylda (amman sem sagt) getum varla haldið okkur við erum svo spenntar að sjá Rönnsu Pönnsu og Snorrann.

Hitti hina tvo álfana í gær og þeir eru báðir hárprúðir vel. Gullmolinn er nú ekki að safna en hann lítur út fyrir það en gítarleikarinn er að safna og kartaði stórum yfir því að hárið væri hætt að vaxa. Ég benti honum að láta særa endana og þá kæmist skriður á þetta. Held að systir mín hafi ekki verið hrifin af þessum ráðleggingum mínum því henni finnst krullurnar hans vera orðnar helst til lubbalegar. Mér finnst hann fínn.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger