Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 mars 2004

Ég kann ekki lengur að stunda comfort sjopping. Það er á hreinu. Fór í gær tilbúin að eyða langt umfram efni fram og hvað kom ég með heim? Tvo hallæris boli sem voru ekki einu sinni dýrir og tvær bækur. Það er af sem áður var (stuna).

Annars sá ég fullt af skóm sem mig bráðvantar en ég var bara svo heppin að ég átti ekki fyrir þeim hehe. Fann eina köflótta og mig VANTAR þá. Ég á eina köflótta sem ég hef notað reglulega síðan ég keypti þá fyrir nærri 10 árum en þessir eru allt öðru vísi og væru fínir í safnið mitt....ummmmm Þetta er komið á hugsunarstigið!

Ákvað í gær að hætta að velta mér upp úr sprautuferlinu mínu og fá mér bjór og rauðvín. Það varð til þess að eftir einn bjór var ég nærri dáin úr þreytu og þegar ég var búin að sitja og dotta í meira en klukkutíma þá "sendi" Auður mig í rúmið. OK kannski sendi hún mig ekki, en hún kom og breyddi ofan á mig teppi og sagði mér að fara að sofa haha ég er líka búin að týna niður þessari smá hæfni sem ég hafði til að drekka áfengi. Var nú svo sem aldrei há á þeim skala en kommonn þetta er að verða fyndið.

Nú kannn ég ekki lengur að versla og ég kann ekki að drekka. Hef aldrei kunnað reykja og nenni ekki lengur að horfa á sjónvarp. Hvert stefnir þetta allt?

Ferimgarveislan var samt fín.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger