Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 janúar 2004

Er ég Lundúnavön kona? Er himininn blár? Búa jólasveinarnir í Esju?
Oh my god ég er sko næstum því fædd í Lndon (þeas ef ég hefði ekki fæðst í Reykjavík). Tollararnir eru farnir að heilsa mér með nafni þegar ég kem, ó já.

En til að gera langa sögu stutta þá finnst mér London ofsalega skemmtileg og hefur það verið svo síðan SM kynnti mig fyrir þessari eðalborg einhvern tíma á síðustu öld (um það leyti sem Gorbi heimsótti Ísland).

Mér finnst gaman að druslast í plötubúðum og ég elska bókabúðirnar. Bara slugast og skoða og skoða. Sem sérlegur tísku- og fataaðdáandi þá hef ég alveg geypigaman af því að fara í fatabúðir. Fæ bara hreinlega kikk út úr því.

Mér finnst líka gaman á hinum ýmsu veitingastöðum og garðarnir hafa sérstakt aðdráttarafl. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér finnst söfn alveg einstaklega leiðinleg fyrirbæri og á það við um söfn í London jafnt sem annarsstaðar í heiminum. Ég hreinlega fæ hnút í magann þegar ég geng inn um dyr á góðu og virtu safni og hann stækkar og stækkar þangað til það er nærri liðið yfir mig og ég verð að þjóta á næsta kaffihús til að bjarga geðheilsunni. Sem betur fer er ég búin að skoða flest sem túristar EIGA að skoða í einhverjum af hinum mörgu ferðum mínum. þarf því ekki að gera neitt nema það sem mér finnst skemmtilegt.

Mér finnst gaman að labba í Soho og Camden og líka Covent garden og allt þar á milli. Kew gardens eru æðislegir, en ég hef að vísu ekki farið þangað í nokkur ár, geri það kannski næst.

Mér finnst gaman að horfa á fólk og líka fugla. Eina sem mér finnst ekki tiltakanlega skemmtilegt er allt útigangsfólkið en það er bara þarna ekkert sem ég get gert við því.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger