Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 apríl 2003

haukurinn er ofsa glaður núna! Hann fann samsvörun í sjónvarpsþætti í gær!! Við vorum að horfa á "According to Jim" sem við horfum nú ekki oft á en einhvern veginn duttum ofan í þennan þátt. Umræðan í þættinum var yfirgangssemi kvenna! Huh!! Við erum ekki yfirgangssamar og hana nú!! Jim var sem sagt eitthvað að kvarta við konuna um það hversu hún breiddi úr sér í fataskápnum og á baðinu!! Heyrðu mig nú, hvernig er annað hægt. Meðan hver meðal karl á kannski tvenn jakkaföt þá eigum við 5 kjóla. Þeira eiga tvennar buxur og við þurfum pils líka (ekki get ég gert að því að haukurinn vill ekki ganga í pilsi, mundi glöð gefa honum smá space í skápnum fyrir pilsin hans) hehe. Það sem munar samt mest um það er að við þurfum aukapláss undir brjóstahaldara, þeir nota ekki solleis og því þurfa þeir augljóslega minna pláss ekki satt??Og varðandi baðherbergið, þá erum við með naglalökk en ekki þeir, við þurfum líka að að bera á okkur svona ýmis fín krem á húðina og svo er það tannbustinn og munnskolið og nokkrar gerðir af sjampói og mimunandi í hárið eftir því hvert mar er að fara. Þetta er ekki svo mikið, þeir eru líka með tannbursta og fá pláss fyrir hann (allavega gef ég hauknum pláss fyrir sinn alveg með glöðu geði), líka eina sjampóflösku og eitt gel!!!! Þetta á sko ekkert sameiginlegt með yfirgangssemi! Ég bara skil ekki alveg hvað karlar þykjast þurfa mikið fataskápar- og baðherbergispláss og þetta er greinilega líka í umræðunni í Ammeríku. Það endar með því að það verður búið að bola konum burtu úr fataskápum heimilanna (as if)!! Konur allra landa, sameinaðar stöndum vörð um fataskápapláss okkar (og baðherbergishillur)!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger