Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 maí 2008

Ég hef verið illa haldin af bloggsýki. Það lýsir sér þannig að ég hef bara ekkert að skrifa um. Það er nú ekki svo gott að ég hafi það nú svona dagsdaglega en þessa dagana er ég samt verr haldin af þessu "hef ekkert að segja" dæmi heldur en áður. Núna eru tæpar þrjár vikur í sumarfrí (voru 5 Hrönn ;) ) og síðan fer að styttast í næsta verkefni. Það var verið að boða mig á nýliðakynningu. Mikið ofsalega er gaman að fá svona boð og eiga að mæta en þurfa ekki að halda hana. Ég mun fara hoppandi og dansandi á þessa kynningu með bros aftur á hnakka.

Annars er ég þessa dagana að heimsækja skóla í fylgd verðandi nema við viðkomandi skóla að skoða hvað er í boði. Úff ef ég væri að byrja upp á nýtt væri ég með valkvíða á hæsta stigi og þó ekki. Ég myndi velja allt annað en ég valdi á sínum tíma. Fara allt aðra leið. Nú er ég svo sem ekkert leið yfir minni leið en ég skal samt viðurkenna að ef ég ætti að byrja aftur þá myndi ég gera annað.

Mikið langar mig annars í ný föt! Mig langar að henda öllum mínum fötum og endurnýja allt að nýju. Verst er að það kostar eflaust mikla mikla peninga huh... en maður má láta sig dreyma.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger