Gönguferðirnar mínar ganga mjög vel. Þær ganga reyndar svo vel að ég held að vigtin hljóti að hafa bilað. Þetta er ekki normal nefnilega. Í fyrra var ég í gymminu upp á hvern einasta dag frá 2.nóv til 2. maí og ég léttist um skitin 3 kg. Auðvitað leið mér miklu betur og ég var grennri og allt það, en skitin 3 kg eftir 6 mánaða ástundun upp á hvern einasta dag, það er gjörsamlega óviðunandi ef maður spáir í það. Núna er ég búin að labba í 1,5 mánuði og hef náð MIKLU betri árangri. Er að spá í að fara að selja þessa aðferð og verða rík, svona eins og allir þessir feitu sem birtast í einhverjum þáttum (Göji litli og fleiri).
15 júní 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka