Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 júní 2008

Suma daga taka morgnarnir bara heilmikið á... þetta er einn af þeim dögum:

jei og vei... Það er síðasti dagurinn í vinnunni í dag. Hálf skrítið að koma ekki aftur eftir frí en nú tekur við næsti kafli og hann er líka spennandi. Næsta fiskibolluverksmiða haha

Sumarfríið hefst sem sagt mánudaginn 16.júní og því lýkur einhvern tíma í ágúst.

11 júní 2008

Ég hætti í þessu starfi eftir tvo daga. Áðan fékk ég risa blómvönd í tilefni af því. Ég er búin að vinna hér í 5 og 1/2 mánuð. Á síðasta vinnustað var ég í 8 ár og þar fékk ég ekki einu sinni 1 rós, hvað þá þakklæti þegar ég hætti. Spáið í því. Hvor staðurinn haldið þið að skori hærra í mannlegum samskiptum hjá mér? Einmitt!

Hjólreiðagarparnir hjóluðu niður að læk og sendu mér þessa mynd. Greinilega heilmikið jobb að gefa öndunum svo vel sé....


Powered by Blogger