Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 apríl 2008

Ég þarf að fara að komast heim til mín. Þessi dagur er búinn að vera fulllangur enda byrjaði hann fyrir 6 í morgun er barnið vaknaði með andfælum og var að dreyma að pabbi væri að laga hattinn. Já einmitt. Hvaða hatt? Spyr sá sem ekki veit en hún sofnaði alla vega ekki eftir og þá alls ekki ég.

Við erum búin að fá bréf varðandi leikskólapláss og það eru ekki efnilegar tímasetningar. Lífið er dásamlegt!

Ég er með kvefhausverk og frunsu. Er þreytt í sálinni eftir að einn fundur fór illilega úr böndunum. Er það bara ég eða er fólk almennt að verða miklu stjórnlausara en áður? Mér finnst mjög skrítnar sumar hugmyndir sem fólk er með og ber fram í fullri alvöru. Ég ætla bara rétt að vona að ég verði ekki svona þegar ég fer að klást við kennara NY í framtíðinni. En það er örugglega borin von, ég verð ábyggilega ein af þeim verstu: Barnið MITT gerir ekki svona og svona og er ekki svona og svona... ó nei ekki frekjudósin mín hún NY. Já einmitt ég sé mig í anda.

Annars er ég á leið á fund hjá supermömmufélaginu í kvöld (við erum sko allar súpermömmur sem þar erum og eigum súperbörn) og ég ætla að sitja þar og njóta lífsins og bulla frá mér allt vit í allt kvöld. Þær voru eitthvað að mælast til þess að spilin kæmu með en ég er ekki viss um að það gangi, ætla aðeins að sjá til. Get ekki talað eins mikið ef ég hef þau með. kannski er það þess vegna sem þær vilja spilin með haha

08 apríl 2008

Hver er munurinn á fjörugum lögum og tjörulegi? Já það er aldurinn á þeim sem syngur lagið. Þetta frétti ég í gær mér til mikillar gleði. það er ekki alltaf sem maður gleðst yfir aldrinum en Skakki er búinn að gera grín að mér í mörg ár fyrir að "það vantar málningu og tjörulög". hann vill meina að það vanti "málningu og fjörug lög". Í gær sagði leikskólakennarinn í Heinabergi honum að samkvæmt eldri útgáfum lagsins syngi ég rétt en hann samkvæmt yngri útgáfu. HAH!!!!!! Sagði ykkur það, ég syng ekki vitlaust! og hana nú! þannig að í alla nótt dreymdi mig tjörulög sem ég makaði á allt og alla!!!!!!!

07 apríl 2008

Nýr dagur, ný vika. Hækkandi sól. Er samt hálf þreytt eftir helgina. Hvenær byrja börn að sofa alla nóttina án þess að vakna? Mér finnst ég ekki hafa fengið heilan nætursvefn í 7 mánuði. Litla daman er í stjórnsemistöktum og núna vill hún ráða því hvenær við foreldrarnir förum að sofa líka. Gosh, hafði ekki áttað mig á því að það væri möguleiki á því að lítið barn væra meiri þverkálfur en ég. Mér finnst samt auðveldara að díla við þetta en Skakka. Hann er stundum alveg á nippinu með að gefa sig og þá lítur hann á skapvonskuna í eiginkonunni og ákveður að hún megi ráða í þetta sinn. Þetta er stríð skal ég segja ykkur og hún er með öll vopn úti, þar með talin risatárin. Þetta hlýtur að lagast og spurning hvað verði næsta stríð?


Powered by Blogger