Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 maí 2008

það skal alveg viðurkennast að mér varð pínulítið um og ó í jarðskjálftanum í gær. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef fylgst mjög vel með jarðskjálftunum í Kína og þetta var einhvern veginn einum of nálægt. Eftir á hugsaði ég náttúrulega mest til vinanna á Selfossi og í Þorlákshöfn. Það er óhugnanlegt að horfa á fréttir og sjá fréttamennina spyrja grátandi fólk um líðan þess og enn óhugnanlegra er náttúrulega að ég skuli sitja sem fastast og horfa áfram þó mér blöskri hvernig þeir láta. Svona er maður illa samsettur.

Nú er ég farin í yfirsetu á enskuprófi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger