Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 maí 2008

Agalega langar mig í eitthvað gott að borða. Ég er sem sagt ekki að tala um salat eða samloku. Samlokan væri kannski ágæt ef hún væri gerð af öðrum en mér. Ég er að bíða eftir úrslitum samræmdu prófanna en þau koma örugglega ekki í dag. Það er verið aðopna einhverjar risabúðir í Lindum í dag og ég sagði við minn ektamann í gær að það yrði örugglega örtröð þar, hvað svo sem allri kreppu líður. Íslendingar láta ekki einhverja kreppudruslu hafa áhrif á kaupgleði sína. Skakki var að senda mér sms en hann átti leið fram hjá og sagði að það hefði verið hópur fólks sem var þar fyrir utan að bíða eftir að komast inn. Jahá, og svo förum við bara og kvörtum við ráðgjafastofu heimilanna að við séum bara að fara á hausinn yfir háu lánunum okkar.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger