Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 apríl 2008

Nýr dagur og ný vika. Snjórinn sem var í gær er næstum horfinn. Ég er orðin þreytt á snjó. MJÖG þreytt. Framundan er vika full af verkefnum og spennandi fólki. Ég endaði síðustu viku á því að fara til spákonu sem spáði mér gulli og grænum skógum eða ekki. En hún veitti mér nýja sýn á ákveðnar hugmyndir sem ég hef verið að veltast með og ég ætlaði að nota helgina til að taka ákvarðanir í fleirtölu. Tók engar því við Beitla Uuuun vorum önnum kafnar í mæðra og dætra hlutverkum. Á sunnudaginn hitti ég reykjavíkurdeild hóps 16 og það var gaman. Hef ekki náð að hitta þau svo lengi þar sem ég er alltaf að vinna. Stelpurnar okkar eru svo flottar, allar með tölu, bæði litlu og stóru. Og líka Eini, hann er alltaf flottur. Svoldið komiskt að Unginn skuli kalla hann Eina þar sem hann er eini strákurinn í hópnum.

Núna er best að klára undirbúning fyrir kennsluna í dag.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger