Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 apríl 2008

jej það er komið sumar. Eða það sögðu veðurfræðingarnir. Ég hefði hinsvegar getað svarið þegar ég var að skafa hrímaða bílrúðuna í morgun að mér finnst enn vera vetur. En þetta hlýtur að fara að koma. Tengdó vill fara með mér á golfnámskeið. Ég er til í það. Ég er nefnilega gott dæmi um þennan endalausa byrjanda í goldi sem kemst ekkert áfram og er alltaf á einhverju núllstigi. Golfkennarinn þarf hinsvegar að komast í gott frí og ég vil endilega leggja mitt af mörkum til þess að það sé hægt, með því að sækja enn eitt námskeiðið. Svo er bara að hefja upp kylfudrusluna og reyna einu sinni enn.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger