Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 júní 2007

Í gær fór ég á nornakvöld hjá MAB og ákvað ég að "rölta" yfir til hennar. Tók mig tvo tíma. Svona er að hafa ekkert að gera haha

Týndist smástund í hverfinu við Alaskareitinn og var stoppuð af gömlum manni á jeppa:
Gamli: Hey frú
Já?
Gamli: Heyrðu ég er bara alveg villtur
Já ég líka
Gamli: Nei sko ég bara finn ekki neitt
Nú? Hvert ertu að fara?
Gamli: Ég er að leita að laugunum!
Laugunum? Hvaða laugum?
Gamli: Laugardalnum..

Ó mæ gad, hvernig leiðbeinir maður eldgömlum manni sem er fastur í botngötum neðra Breiðholts hvernig hann eigi að komast í Laugardalinn?

07 júní 2007

Hvað varð eiginlega um sumarið?

06 júní 2007

Það er bara blessuð blíðan eh... og það er blíða í ættleiðingarheiminum líka. Nú er loksins, loksins að koma að okkur og þá fer allt í hægagang í bókstaflegri merkingu og það er ekki eins og hlutirnir hafi gerst hratt fram að þessu. Nei núna farið að senda æ minni skammta af upplýsingum mánaðarlega. Hér er ferlið síðustu þrjá mánuðina:
Apríl: Upplýsingar um umsóknir 25-26 okt 2005 Tveir dagar
Maí: Upplýsingar um umsóknir 27-okt-01 nóv 2005 Sex dagar
Júní: Upplýsingar um umsóknir 02-7 nóv 2005 Sex dagar

Og þetta þýðir hvað?
Jú þetta þýðir að nú er búið að taka þrjá mánuði að fara yfir hálfan mánuð af upplýsingum og það eru 7 dagar eftir að okkur. Á þessum hraða þýðir það að það tekur 1 og 1/2 mánuð. Er þetta hægt? Það er komið að þeirri stöðu að við þurfum að endurnýja umsóknina okkar (leyfið) því hún er orðin svo gömul! Má ekki vera eldri en tveggja ára og það lítur út fyrir að við komust ekki út og til baka innan þess tíma. Life SUCKS ef ég má orða það fallega!


Powered by Blogger