Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 febrúar 2007

Íþróttaálfurinn er mættur til leiksins að nýju. Hann mætti í lóðaleikfimi á laugardag og gat varla dregist um fyrir harðsperrum á sunnudag. Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst þetta ekki svo leiðinlegt, vinkona mín taldi hinsvegar hversu margir laugardagar væru eftir til sumars í hvert sinn sem hún lyfti stönginni: Einn laugardagur...upp, tveir laugardagar... upp, þrír.. osframv. En við hljótum að hafa þetta af. Held samt að móttökustúlkunni finnst við frekar vonalausar því ég gat ekki einu sinni opnað skápinn minn fyrsta daginn og hélt á tímabili að ég yrði að fara heim á nærfötunum.. hefði eflaust verið glæsileg sjón úlalala Held samt að ég geymi það þar til ég hef sótt nokkra tíma í viðbót.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger