Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 janúar 2007

Hver segir að riddaramennska sé dauð á Íslandi? Ég bara spyr... Ég fór í bíó og þegar ég kem út er náttúrulega sprungið á einu dekki. Ég tek náttlega ekkert eftir því og keyri af stað en beygi í snarhasti upp á næstu bensínstöð til að skipta (byrjaði að vísu á því að setja smá loft því það má lengi vona að það sé bara loftlaust)... nema þarna erum við SM, tvær glæsikonur að rembast við að skipta þegar upp að okkur keyrir jeppi og maður vindur sér út og segir "ég er með miklu betri tjakk en þetta" (að vísu erfitt að toppa minn því það liggur við að maður sé betur setur að halda bílnum sjálfur heldur en nota hann). Nema maðurinn leggst á fjórar, hefur heilmikið fyrir því að tjakka bílinn upp, losar skrúfurnar og ég skelli dekkinu undir... skrúfar niður tjakkinn sinn og kveður með glæsilegri kveðju. Dagsatt! Að vísu var SM ekki farið að lítast á blikuna þegar við vorum farin að skiptast á sögum úr Þingeyjarsýslunni, gamlir sveitungar og allt það (hef aldrei séð hann áður en hann fullyrti að ég talaði SuðurÞingeysku)... En svona eru karlmenn á Íslandi í dag, hjálpsamir þegar enginn á von á því ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger