Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 desember 2006

Ég er búin að vera að fá í skóinn að undanförnu (ég veit, ég veit það á að skrifa "ég hef fengið í skóinn að undanförnu" en það nær ekki sömu hughrifunum) og ég bara skil þetta ekki. Ég hef ekki einu sinni sett skóinn í gluggann en tvo morgna í röð hefur annað stígvélið mitt birst þar eins og fyrir tilviljun. Voðalega skrítið. Það furðulegasta við allt þetta er að jólasveinninn mundi eftir mér fyrsta morguninn eftir að Skakki kom heim. Er það ekki furðuleg tilviljun? Ekki er jólasveinnin færeyskur?

21 desember 2006

Já það er nú það. Ég fór í stúdentaveilsu og voða var ég ánægð að heyra að nýstúdentinn ætlar að fylgja mínu góða fordæmi og fara í uppeldis-og menntunarfræðina. já, já ég veit, engir peningar þar en skemmtilegt vinnu umhverfi kannski?????

Annars er ég enn að gleðja mig yfir að vera svona vel gift og grönn (síðasti póstur). Vissi bara ekki að það kæmi sér svona vel.

Og jólin bara alveg að koma. Eins gott að reyna að koma sér í fjandans gírinn. Ég er bara ekki í jólastuði og það skiptir engu þó ég hafi farið í þessa vel skreyttu veislu í gær þar sem voru voða jólalegir munir úr Jólahúsinu. Mig vantar stemminguna.

20 desember 2006

Visir.is er yndisleg fréttamiðlun. Þessi frétt kom inn núna fyrir hálftíma:

Vísir, 20. des. 2006 13:47
Kína herðir reglur um ættleiðingarKínverjar eru að setja nýjar og hertar reglur til þess að fækka ættleiðingum barna frá landinu. Feitt og ógift fólk fær ekki að ættleiða börn, og heldur ekki fólk sem er á þunglyndislyfjum eða fatlað á einhvern hátt. Nýju reglurnar verða kynntar í vikunni.


Kínverjar segja að umsóknum um ættleiðingar fjölgi stöðugt. Hinsvegar séu efnahags- og þjóðfélagsbreytingar hraðar í landinu og börnum sem séu skilin eftir, eða verða munaðarlaus hafi mjög fækkað.

Það er eins gott að ég er grönn og gift og tek bara inn treo við höfuðverk. Ef ég væri nú feitur, ógiftur þunglyndissjúklingur og kannski með plattfót? Hvað þá?

18 desember 2006

Bara ein vika til jóla. Þetta er allt að koma. Nornirnar spáðu að ég mundi hlusta á músik yfir jólin..hmmm já það er bara alls ekkert ósennilegt þar sem við erum í hljómatækjahugleiðingum. Annars finnst mér ekkert rosalega jólalegt og þá er ég ekki að tala um að það vanta snjóinn því mér er alveg sama þó hann vanti allt árið um kring. Nei það er ég sjálf sem sem er ekki með jólin í hjarta. Ég mun halda þau í ár af tómri skyldurækni og ekkert annað. Nenni ekki einu sinni að skreyta eins og ég er vön heldur gerði hálfmisheppnaða tilraun til að dreyfa einhverju rauðu um íbúðina þannig að allir héldu að ég væri búin. Fínt bara. Svo er bara að láta janúar líða og þá er þetta allt að koma.


Powered by Blogger