Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 október 2006

Mér féllust nærri hendur þegar ég sá öll hjólin sem þurfti að ganga frá, en sem betur fer voru bara þrjú sem tilheyrðu mér. Ég djöflaðist inn í geymslu með mitt, fann molans og hálfdrap mig þegar það datt aftur niður af hillunni sem mér tókst með erfismunum að troða því upp á. Síðan fann ég bláa Mongoose hjólið undir allri hrúgunni og varð að færa fullt af ónýtu rusli áður en ég komst að því. Ég flækti það í brunadraslinu en tókst að draga það mér inn í geymslu. Þar tók við hausverkur dauðans við að troða því í yfirfulla geymsluna en það tókst. Ég var nokkuð ánægð með mig þegar ég sendi Skakka SMS um að ég væri búin að troða bláa mongoose hjólinu hans í geymsluna. Ég var ánægð alveg þar til ég fékk skila boð um að bláa mongoose hjólið tilheyrði ekki honum heldur bláa GT Karakoram-ið. Ég mátti því fara niður aftur draga hjólið með harmkvælum aftur úr geymslunni og reyna svo að finna bláa GT Karakoramið í draslinu OG koma því í geymsluna!!!!

Næsti byrja ég á því að tékka á því hvaða hjól tilheyri honum!

Ég lokaði sálina í poka og sagði henni að hætta að væla. Bera höfuð hátt og segja hinum að þegja og svei mér ef það virkaði bara ekki.


Powered by Blogger