Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 febrúar 2006

Já það er málið! Eða ekki...
Ég ætla að játa pínkulítið á mig sem engann hefur grunað til þessa (ha!). Ég trúi pínu, pínu á FengSui. Ég er kannski ekki forfallinn FengSui aðdáandi sem fer í einu og öllu eftir boðum og bönnum. Nei alls ekki en það eru hinsvegar ákveðin atriði í FengSui (eins og öllu öðru) sem bara hreinlega meika sens ef ég má sletta aðeins.

Málið snýst um að á haustdögum var svefnherbergi okkar Skakka parketlagt og málað hólf í gólf, skápurinn tekinn í gegn osfrv. Í framhaldi af því stakk ég upp á því að færa rúmið á annan stað í herberginu til þess að nýta plássið betur. Skakka leist vel á þá hugmynd og drifum við í því að framkvæmdum loknum. Og það var þá sem ég sá það! Oh mæ god, þetta hafði ég ekki fattað! Nýja stelling rúmsins var nefnilega gjörsamlega andstæð ÖLLU Fengsui. Ég fékk alveg hroll og vildi færa rúmið aftur á sinn stað (án þess að blaðra um FengSui því Skakka lýst ekki á svona húmbúkk) en ekki var tauti við hann komið. Honum fannst þetta æði. OKOK ég sætti mig við þetta og reyndi að þagga niður í mótmælaröddunum í huga mér. Tókst svona lala.

En... ég er búin að sofa svo assgoti illa í allan janúar. Skakki hefur líka sofið illa. Og alltaf verr og verr. Í gærkvöldi ákváðum við að snúa rúmunum á gamla staðinn aftur. Og ég svaf í einum dúr í alla nótt. Vaknaði fyrir allar aldir til að slökkva á klukkunni og beið svo eftir að meiga fara fram úr. Ég veit ekki með Skakka, kannski svaf hann ekki vel?

En það sem eftir stendur er að núna er rúmið í góðri FengSui stellingu!

02 febrúar 2006

Meinvill á þriggja mánaða íþróttaálfsafmæli í dag! tralalala Já já hold your horses ekki allan þennan æsing hehe

Ég er gjörsamlega í letistuði þessa dagana og verður lítið úr verki. Þarf að klára eins og þrjú námskeið en langar miklu meira að liggja yfir kínverskubókinni minni sem er loksins að meika sens. Við erum búin að fá okkur vöggulag á kínversku og sitjum á kvöldin og syngjum fyrir hvort annað (á kínversku). Framburðurinn er furðulegur en við ætlum að kunna þetta utan að með okkar besta framburði þegar við skutlumst yfir til að ná í erfingjann okkar. Við verðum eins og biluð plata... ef eitthvað kemur uppá þá brestum við í söng MA MA HAO... Ekki held ég að mínir vinir sjái mig í anda syngja kínversk vögguljóð..eða íslensk ef því er að skipta haha

01 febrúar 2006

Þá er ég búin að fljúga útsýnisflug yfir Eyjar í morgun. Sá að vísu ekki neitt þar sem það var svarta þoka! Þannig að eftir tvö aðflug var snúið við til Reykjavíkur aftur. DAMN þetta var samt soldið gaman. Lítil vél með nokkrum farþegum en FJÓRUM flugmönnum. það hefði kannski átt að segja mér eitthvað um aðstæður haha Ég mundi ekki vilja búa þarna fyrir nokkurn mun. Ó nei!

En ég er sem sagt komin í vinnuna og að reyna að finna annan dag til flugs.

30 janúar 2006

Helgin búin og moldviðrið tekið við aftur. Ég átti letihelgi, góða letihelgi. SM og Hjartað eru í London og hafa verið að senda mér óþolandi SMS: "hvar er nornabúðin?" og "við erum á trafalgar að halda upp nýárið með Kínverjunum"
Huh eins og ég verði eitthvað öfundsjúk.. JÚ

SM TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ
HÚN Á AFMÆLI Í DAG, HÚN Á AFMÆLI Í DAG..OSFRV!

Nú býð ég bara eftir partýinu sem búið var að bjóða mér í um næstu helgi.. er búin að leggja til fötin fyrir okkur Skakka og leggja til hliðar pening fyrir bjór.. jájá allar sparnaðarhugleiðingar lagðar til hliðar og Skakki ætlar kannski að endurskoða þá ákvörðun að um áramótin hætti hann að drekka hehe og aftur hehe!


Powered by Blogger