Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 nóvember 2006


Miklir atburðir gerðust í fiskibúrinu í dag. Á meðan ég fór að vinna sem nunna strauk einn snigillinn að heiman. Þetta er stór og glæsilegur snigill sem hefur aðallega fengið gúrkur að borða. Hann hefur því ekki getað kvartað yfir fæðunni. Þegar ég kom heim úr vinnunni (nunnu) fann ég hann á eldhúsgólfinu ekki langt frá ísskápnum. Illa innrættir menn (Skakki og Einsi) segja að hann hafi verið svangur og á leið í ísskápinn að fá sér að borða. Þeir eru dónar. Held hinsvegar að snigillinn sé dauður eftir þessa svaðilför enda eru þetta nærri 3-4 metrar sem hann skreið til að komast í næringu (ef það er rétt).

Kannski var hann að horfa á myndina um Amelie, þar sem fiskurinn var með sjálfsmorðstilhneigingar og reyndi að drepa sig með því að stökkva upp úr búrinu?? Hmm.. ég setti hann aftur í búrið og stærðar gúrku hjá honum, en kannski er hann dauður...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger