Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 nóvember 2006

í gær hringdi í mig kona sem fór að gráta og ég fór líka að gráta. Saman snökktum við okkur í gegnum samtalið og vorum báðar jafn glaðar. Þetta voru nefnilega gleðigrátur en ekki sorgargrátur og það er alltaf skemmtilegt.

Núna erum við opinberlega orðin næsti íslenski hópur til að fá upplýsingar um börn frá Kína. Við erum ekki enn orðin næsti hópur að fara til Kína því hópurinn á undan er ekki farinn út ennþá, en það gerist nú innan nokkurra vikna.

Ég þarf því að fara að hraða mér við kínverskunámið svo ég geti boðið góðan daginn og beðið um eina kele... eins gott að ég kunni að segja nafnið á drykknum sem heldur í mér lífinu. Síðan verð ég að fara að finna líkamsrækt við hæfi. Eitthvað sem gefur þol og sterka arma. Verð að geta haldið á unganum mínum þegar ég fæ hann!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger