Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 september 2006

Í gær komu mánaðarlegar upplýsingar frá Kína. Núna náðu þeir "alla leið að 9.ágúst". Það er alltaf að verða ljósara og ljósara að við förum ekki neitt fyrr en fer að nálgast næsta sumar. Mikið andskoti getur þetta verið erfitt!

Annars til að létta þunga lund þá mun Gullmolinn dvelja hjá aldraðri móðursystur sinni og halda henni skemmtun fram að helgi. hann hefur þegar minnt mig á að þegar ég sæki hann í leikskólann þá verð ég að muna eftir að segja "Gaman að sjá þig, hvernig líður þér?"... Eins gott að minna aldraðar frænkur á svona kurteisisreglur.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger