Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 mars 2006

Það eru engin takmörk fyrir brjálsemi minni. Ó nei! Í gær býsnaðist ég yfir því að þurfa að vakna klukkan 5.30 til að fara í leikfimi, í dag vaknaði ég SJÁLF klukkan 5.30. Reyndi að sofna aftur en eftir að hafa bylt mér í 15 mínútur gafst ég upp og fór fram. Af vana fór ég í íþróttafötin, drakk mitt vatn og gleypti í mig vítamín og át bananadruslu. Áður en ég vissi af var ég á leiðinni út í bíl með bakpokann á öxlunum, alveg til í slaginn. Dekkið á bílnum var hálfvindlaust og þurfti ég að byrja á því að fara og pumpa. Ég sá konuna á Stöðinni leggjast á rúðuna til að sjá hvort ég væri einhver brjálæðingur sem ætlaði kannski að sprengja loftið og dæluna (hvaða fífl er á ferðinni rétt um sex að morgni að pumpa í bílinn sinn???).

og þetta er ekki allt!

Nei brjálsemi mín felst ekki bara í því að ég vakna af sjálfsdáðum meðan fuglarnir sofa enn og langt er í sólina. Nei í gær fann ég ekki minnislykilinn minn. Ég þarf að nota hann því ég er að fara að halda einhvern þrumu fyrirlestur á ráðstefnu á fimmtudag. Ég snéri öllu við. Leitaði í draslinu í vinnunni, skoðaði fiskabúrið ef ske kynni að einhver hefði hent lyklinum þar ofan í, leitaði allstaðar. Var orðin verulega pirruð á þessu og farin að hafa smá áhyggjur þegar Skakki hengslaðist fram hjá mér og ég hvessti á hann augunum og krafði hann sagna um lykilinn minn. Sem hann auðvitað hafði ekki hugmynd um, hvernig á hann að vita hvað ég geri við dótið mitt? Hann sagði hinsvegar: "Ég hef ekki séð hann í lengri tíma"
Ég hnussaði nú yfir því, þar sem ég er alltaf að nota þetta apparat og get ekki verið lengi án þess. Ég fór samt að hugsa um hvar ég hefði notað hann síðast og allt í einu mundi ég það!!!
OH MÆ GOD!!!!

Ég notaði hann síðast 7.febrúar í FG þar sem ég var með fyrirlestur og GLEYMDI honum í tölvunni! Og ekki nóg með það heldur hafði ég hringt í skrifstofuna og beðið kellurnar að kippa lyklinum til sín, hafði síðan komið skilaboðum til B.Rebekku og beðið hana að kippa honum með sér þar sem hún er samviskusamur nemandi í skólanum (samviskusemi hennar kemur að vísu þessari sögu ekkert við). og hvað hafði gerst næst? Jú frúin hafði samvikskusamlega GLEYMT öllu málinu þar til 13. mars. Rúmum MÁNUÐI síðar. Ég spyr enn, er hollt að vera í líkamsrækt???

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger