Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 desember 2005

Ég og deitið mitt erum að fara á jólaball í dag og ég er búin að æfa mig í allan dag Rockette
Síðan ætlum við heim að púsla og gefa fiskunum, ó já þétt skipuð dagskrá bara. Og svo er Munda kellingin fertug í dag og ég bara verð að kíkja á hana í kvöld. Mér finnst ekki hægt að hún nái þessum áfanga án þess að ég skipti mér af því.. alla vega svona í klappliðinu.

15 desember 2005

Í fávisku okkar héldum við að laugavegurinn væri opinn til 10 í gærkvöldi og skakklöppuðumst því alla leið úr sveitinni í bæinn. Mikil urðu vonbrigði okkar því einu búðirnar sem voru opnar voru Skífan og Mál og menning. Við fórum auðvitað inn í báðar búðirnar og höfðum það gott enda ekki margir viðskiptavinir á ferð. Síðan lágum við á gluggunum á listmunabúðunum og gerðum mikil kaup í huganum.

Fór og hitti augnlækninn í morgun. Hann sagði að augun væru að breytast en ekki til batnaðar huh. En ég þarf ný gleraugu því ég er hætt að sjá. Það er því næsta mál á dagskrá að skoða svoleiðis. undanfarin ár hef ég alltaf gengið inn í búð og séð gleraugun sem ég vil. Reikna ekki með að það verði svo auðvelt núna en maður veit svo sem aldrei
Glasses

14 desember 2005

Ég er svo syfjuð eitthvað í dag að ég er hreinlega að detta útaf. Skil þetta bara ekki. Fór að vísu seint að sofa en ég þarf rúmlega rúmlega 7,5 tíma í svefn á nóttu til að funkera eðlilega yfir vetrartímann. Ég er bara alltaf sofandi þessa dagana. Ef ég æti sýkkulaði þá færi ég núna í sjoppuna og keypti mér prinspólo en lífið er eintóm vonbrigði og prinspólo er á bannsvæði. Annars er ég að hugsa um að fara á jólaball á föstudag með Molanum. Er að æfa jólalög alveg á fullu og syng "Nú er Gunna á nýju skónum" lag sem mér hefur alltaf fundist hálfleiðinlegt en syng samt með. Mér finnst nú "Adam átti syni sjö" miklu skemmtilegra held það sé kannski bara skemmtilegri dans en eins og allir vita þá er ég með afbrigðum dansfim manneskja.... dró samt upp peningabeltið mitt arabíska og sveiflaði mér aðeins í því. Skakka finnst ég ekki flink og ráðlagði mér að fara og fá lánaða músik hjá nágrönnum okkar sem eru ættaðir einhversstaðar af þessum slóðum. Ég þarf eiginlega að fara að panta mér tíma og læra þetta með glans.. held þetta sé afkskaplega skemmtilegt... Belly Dancer

12 desember 2005

Alveg aldeils óvænt fór ég í leikhúsið í gær. SM hringdi í mig og bauð mér að sjá Sölku Völku með sér. Það var ægilega skemmtilegt sem er eiginlega soldið fyndið því mér finnst Salka ekki skemmtileg. Þoli ekki þennan eilífa aumingjaskap og fyllirý og kemur fram í bókinni. En þessi uppsetning var mjög skemmtileg. Halldóra Geirharðs er Sigurlína og annars eins guðdómlegur vesalingur er vandfundinn. Hún skapplappast um sviðið og ákallar drottinn og blóð jesú í öðru hvoru orði á milli þess sem hún hringtrúlofast einhverjum álíka vesalingum. Alveg ótrúlega fyndin. Salka er líka fín. Hef ekki áður séð Ilmi (eða er það Ilmur) leika.

Parketið er loksins komið á. Það er að verða svo fínt að við getum ekki stigið á gólfið haha..
Ég fór á Laugaveginn á laugardag og féll fyrir þessari frábæru kínversku dúkku. Skakki heldur að ég sé gengin í barndóm eða það sé að slá út í fyrir mér þegar ég sit og klappa dúkkunni og laga fötin hennar.. en verður maður ekki að æfa sig?

Hvernig ætli henni frú Bucket vinkonu minni hafi fundist þetta sem sitt favorit crystal ornament ???? Trapped Ornament


Powered by Blogger