Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 október 2005

Auð jörð á Akureyri en hvítar hlíðar. Samt soldið blautt. Flugið gott og ég búin að vinna alveg fullt.

05 október 2005

Það eru 15 dagar þangað ég fer til útlanda. Það er ekki svo langt og mig er farið að hlakka til því samkvæmt netinu (sem er mín upplýsingaveita í öllum málum) þá er best að heimsækja Madrid í maí eða október. Á morgun ætla ég hinsvegar til Akureyris að vinna. Er ekki snjór þar? Ég held að október sé ekekrt sérstakur mánuður á Akureyri
Frosty

03 október 2005

Þessi maður tekur orðið meira af myndum en við Skakki til samans. Hann er á nokkrum dögum langt kominn með að mynda alla hluti í íbúðinni; allt frá skúringamoppunni (já við eigum svoleiðis þó hún sé ekki mikið notuð) upp í uppstillingarmyndir af frænkunni sjálfri:

02 október 2005

Í gær fyrsta okt. átti Snorri karlinn afmæli. Ussum suss hvað það er leiðinlegt að komast ekki lengur til hans í afmæli, ég verð að fara að gera eitthvað plan svo ég geti heimsótt hann einhverntíma á þessum tíma. En allavega til hamingju með daginn í gær Computing

Í gær fórum við Skakki á árshátíð. Það var hin besta skemmtun. Í fyrsta skipti í mörg ár gat ég skemmt mér yfir skemmtiatriðunum. Kynnir var nefnilega Gísli Einarsson og maðurinn er bara hreinlega ofurfyndinn að mínu mati og síðan komu Hundur í óskilum með tónlistaratriði og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Hvar hafa þessir menn verið fram að þessu? Afhverju hefur enginn sagt mér að þeir væru svona hryllilega fyndnir?


Powered by Blogger