Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 maí 2005

Ég var næstum búin að sækja um nýja vinnu í gær. Það er merki um mikla andlega þreytu þegar maður dettur í svoleiðis gryfjur. Starfið var hinsvegar spennandi og margt í fyrirtækinu líka. Held samt að ég ætti bara að fara í sumarfrí og velta mér síðan upp úr vinnu og vinnustöðnun.

Að öðru. Í dag er Sandra stúdent. Það er merkilegt því mér finnst örstutt síðan hún fæddist og við MA settum slaufur á skallann á henni og hlógum svo eins og vitleysingar yfir því hvað við vorum fyndnar að stríða unganum sem svaf svefni hinna réttlátu. Síðan eru sem sagt liðin mörg ár. En Sandra, ég óska þér til hamingju með þennan merka áfanga. Ég man enn hvað mér fannst þetta skemmtilegur dagur þegar við MAB stóðum í flottu kjólunum okkar og tókum á móti þessu fyrsta alvöru útskriftarskírteini. Til lukku (og líka Andri ofcourse)

26 maí 2005

Ég var næstum búin að gleyma að óska Tótalingnum til hamingju með afmælið. Geri það hér með, elsku kallinn hvenær fæ ég köku eða verðum við að koma með hana sjálf? haha við getum það alveg.....

MAB er á sama máli og ég um andleysi líðandi stundar. Hún skilaði líka lokaritgerð á mánudag. Það virðist sem þessi skil hafi dregið úr okkur alla andlega og líkamlega orku og skilið okkur eftir sem ker full af engu. Það hlýtur að fara að lagast eða hvað? Hvað segir þú um það Auður? Hvað er maður lengi að verða aftur að sínu gamla sjálfi eftir þessi óskapa skil?

Ég er hinsvegar að hugsa um að fara að kaupa mér bakpoka á eftir. Ætla að nota hann á hjólið þegar ég... endurtek... þegar ég fer að hjóla í vinnuna. Veit ekki alveg hvenær það verður en hjólið er tilbúið að öðru leyti en það vantar bögglaberann. Golftaskan er enn niðri í kjallara. Hún kemst ekki í bílinn því hann er fullur af flöskum haha. Er að safna fyrir útlandaferð. Ef einhver er í vandræðum með umframfjármagn er þeim sama bent á styrktarreikning minn. Vörsluaðili er landsbankinn..eða.. Hvernig hljómar þetta?

25 maí 2005

Ég þarf að fara að komast í sumarfrí. Ég er einhvernveginn með leið á vinnunni minni í augnablikinu. Dreymdi í alla nótt að ég var í Las Vegas með Skakka. Við vorum að skoða fugla og keyra um borgina þvera og endilanga. Segir þetta eitthvað? Ég ætti kannski bara að taka mér eina langa helgi, hmmmm....

24 maí 2005

Til hamingju með afmælið litli bróðir
Heart Glasses
Engin kaka í dag, Cake hefði átt að baka sjálf og halda upp á þetta

23 maí 2005

Ég er búin að skila tralalala Til hamningu ég!
Nú þarf ég bara að bíða eftir að prófdómari fari yfir herlegheitin og láti vita hvort ég hafi náð eða ekki. Í augnablikinu ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því heldur gleðjast yfir að vera BÚIN!
það nefnilega leit ekki svo vel út í nótt um eittleitið þegar ég sat og reytti af mér hárið yfir síðustu athugasemdunum sem ég var að fá tveimur tímur áður. Var nærri hætt við á þeirri stundu ;)

Aníveis nú má sumarið koma. Ég má fara að dusta rykið af golfkylfunum mín, ég hlakka nú soldið til að fara og taka einn lítinn og ræfilslegan hring á ljúflingsvelli. Er einhver til í að koma með? hehe Ef þetta er ekki fínt sport sem ég hef fundið mér og ekki nokkur sála sem vill vera með mér.. hópíþrótt hvað?


Powered by Blogger