Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 janúar 2005

Kjólar og séns
Skjaldbakan fór með mig í búðir í morgun til að leita að kjól. Mér finnst ég hafa nógann tíma en það er eflaust rétt að það er betra að gera svona hluti tímalega Off The Rack
Nema við fórum í Mondo og á meðan Skjaldbakan lagði bílnum þá stóð ég fyrir utan te og kaffi og skoðaði í gluggann. Þar lenti ég á séns! Jamm og var bara nokkuð ánægð með mig á eftir sko..
Útlendingur: "Good afternoon"
Meinvill horfir í allar áttir og fattar að hann er að tala við hana "Good afternoon"
Útlendingur brosir og Meinvill brosir til baka.
Útlendingur: "Are you Icelandic?"
Meinvill: "Yes"
Útlendingur: "I would like to invite to you to drink coffee with me. Would you like that?"
Meinvill: No, but thanks anyway"
Útlendingur hleypur í burtu.
Skjaldbaka kemur töltandi og Meinvill segist hafa fengið boð í kaffi.
Skjaldbakan: "Oh alltaf lendir þú í svona. Næst leggur þú bílnum"

Eftir þetta bregðum við okkur í Mondo en stoppum stutt því frú Mondo rak okkur út aftur og bað okkur að koma eftir viku því þá væri komið FULLT af nýjum kjólum. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og brunuðum í Parfimm þar sem Skjaldbakan fjáfesti í einu járni fyrir golfspilandi systur sína og þaðan fórum við og keyptum eina dragt fyrir 3.390 krónur hjá Perkins vinkonu minni. Núna er ég bara hálfþreytt eftir þetta allt saman. Skakki fann tvo bíla í sinni ferð en keypti engann og ákvað að geyma bílakaup til vors haha...
Jeep

21 janúar 2005

Bóndadagur
Ég flýtti mér heim úr vinnunni. Ég hafði verk að vinna. Ég þurfti að koma við í búð og kaupa efni svo ég gæti glatt sambýlismanninn á þessum merka degi. Þegar ég kom heim kveikti ég á eldavélinni og byrjaði að opna allar dósirnar sem ég hafði keypt: Ég steikti fiskbúðinginn, hitaði fiskibollurnar og spaghettistubbana í tómatsósunni. Ég setti grænar baunir í einn pott og ítalskt grænmeti í annan. Rauðkálið og rauðrófurnar fóru óhitaðar á borðið. Gulu baunirnar voru hitaðar á eftir þessum grænu. Allt var fullkomið á þessum ástardegi. Ég vissi að Skakki yrði hissa og glaður því hann veit eins og ég að ORA er ÁSTRÍÐA Í MATARGERÐ!!
Flowers And Hearts

20 janúar 2005

Afskapalega var fallegur morguninn á granda í morgun. Það var stjörnubjartur himinn og tungl, það liggur við að þetta bæti alveg upp hversu snemma við þurfum að vera á ferðinni. Það er heldur engin umferð svona snemma. Allir aðrir eru greinilega enn heima hjá sér steinsofandi þegar við vinnuþrælarnir erum að ferðast úr sveitinni.

En að öðru. Nú fer mig að vanta kjól! Ég er gjörsamlega hugmyndasnauð um það hvernig hann eigi að vera en fólk er aðeins farið að ýta á mig að ég verði að fara geri eitthvað í því að finna hann. Það er meira segja ein búin að bjóðast til að hjálpa mér að sauma neðri part ef ég finn efri part. Hún sagðist nefnilega vera farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er róleg. En hei, það er búið að vera soldið að gera hjá mér (léleg afsökun) því það er í rauninni bara búið að vera hangs!

Flotta taskan sem ég eyddi gríðarlegum tíma í að velja síðasta vor (golfpokinn) passar ekki á nýju fínu kerruna mína ARG Heppin að foreldrar mínir gáfu mér líka tösku því þau voru búin að gleyma því að ég átti þessa fínu. Alveg sama hvernig ég reyndi að láta gömlu töskuna passa, ekkert gekk. Hún er miklu flottari en sú nýja, með fleiri vösum og svona. Ægilega varð ég pirruð eitthvað yfir þessu. Núna á ég sem sagt TVÆR golftöskur og get því spilað bæði hægri vinstri eins og mér sýnist!

19 janúar 2005

Það er alltaf gaman að lesa það sem læknar skrifa um mann og afskaplega uppbyggilegt. Ég er t.d. með fimmta liðþófa sacralisereðan og skerpingar á liðbrúnum sacroiliaca-liða. jahá! Síðan er ég með kalkanir aðlægt trochanter báðum megin. Hugsa að Hjartað sé með þeim fáu sem geta lesið hvað þetta virkilega þýðir, eða hvað?

Fór í skólann áðan og hitti þar konuna sem var með mér í verkefni fyrir jólin. Hún spurði hvort ég vildi sjá verkefnið en hún var með það í töskunni. Ég kvað lítinn áhuga frá minni hálfu. Hún sagði mér þá að við hefðum fengum 8 í einkunn fyrir þessa ómynd. Mér er spurn hvað þessar stelpur hafi verið að hugsa sem fóru yfir verkefnið því ekki var í því nein heil brú. Mjög skrítið. Ég er ekki alveg að skilja þetta og ætla ekki að hugsa meira um það.

Aumingja Molinn er búinn að vera heima með lungnabólgu og eyrnabólgu. Ég ætla í sjúkraheimsókn að vinnu lokinni til að reyna að bæta hans geð.

Í kvöld og næstu kvöld ætlum við að skoða bíla. Við ætlum að skoða bíla alveg þangað til við verðum búin að finna einn eða tvo sem við getum keypt! Þetta verður nú skemmtilegt ha? Annars dreymdi mig að ég fór með bílinn minn í viðgerð hjá S24 og það kostaði 140 þúsund að gera við hann. Bifvélavirkinn faðir minn var ekki glaður þegar hann sá reikninginn sem ég reyndi þó að fela. Hann horfði á mig með svipnum "þetta er gott á þig að borga svona mikið ef þú ferð annað en til mín". Úff mar fær meira segja samviskubit í draumum og bílinn er ekki einu sinni bilaður!

Talaði við sænska nýbúann í gær. Hann rétt slapp við að vera rafmagnslaus í 2 vikur þar sem hann býr VIÐ skógarjaðrinn en ekki Í skóginum. Heppni ha? Hús sem var 200 metra frá hans slapp ekki, en svona er lífið bara, eintóm heppni og alltaf að græða!

Ég er að verða tilbúin í golfið aftur því nú er ég búin að fá þessa líka flottu kerru til að draga kylfurnar mínar 2 (eða 4). Djöfull verð ég flott í sumar. Núna vantar mig bara (og áherslan er á BRÁÐVANTAR) köflóttar golfbuxur sem ná rétt niður fyrir hné. Hvar skyldi mar fá svoleiðis fyrirbæri? Annars var Samuel L Jackson í skotapilsi þegar hann spilaði í 31st State eða hvað hún heitir myndin. Mér fannst hann flottur. Ég ætti kannski að verða svoleiðis bara? Að vísu er hann tveimur metrum hærri en ég, pínkulítið svartari og örlítið massaðri. En ekkert mikið. Ég get örugglega náð þessu öllu bara með smá þolinmæði!

Ég var einnig að hugsa um hvort ég ætti að prufa að stíga á gönguskíði. Lýsi hér með eftir félaga sem ekkert kann á slík fyrirbæri til að fara með mér! Ég nenni ekki að fara með einhverjum sem er búin að æfa í 10 ár, fá allar viðurkenningarnar í skátaflokknum og er kominn á það stig að stíga á skíðin á leið til vinnu. Nei ég vil fá einhvern sem dettur bara við það eitt að setja skíðin á jörðina. Þá erum við í sama flokki og getum stefnt saman að næstu viðurkenningu í skátaflokknum!

Held ég sé farin að bulla en það er bara svo ég þurfi ekki að byrja að vinna. Mig langar nefnilega ekki til þess. Ég er með fullt af afspyrnu leiðinlegum verkefnum, eins og að skipta um yfirmenn á heilli deild í tölvukerfinu. Fara yfir síðustu reikninga 2004. Skrifa yfirlit yfir það helsta sem gerðist 2004. Klára eins og tvö námskeið. Skrifa eina áætlun um námskeið sem haldin eiga að vera fram til maí. Þetta er alveg yfirþyrmandi bara. Held ég standi upp núna og fari í kaffipásu (sem félagið seldi fyrir mörgum árum til að geta hætt að vinna 5 mín fyrr á daginn)!

18 janúar 2005

Í tilefni af afmæli mínu þá hef ég innritað mig á kínverskunámskeið! chæ chu tja bráðum get ég farið á veitingastað og lesið eins og einn matseðil. Hver vill fara með mér í mat? haha Eða kannski get ég bara gert eitthvað allt annað. Tralalala þetta er góður dagur!

Tongue Out 2 Dancing Martini Margarita
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.. hún á afmæli hún....
bara svona til að minna ykkur á þaðAngel
Chompy

17 janúar 2005

Í gær blésum við Skakki í lúðra og buðum ættingjum okkar í súkkulaði. Dagurinn í gær var ekta dagur til að sitja inni í hlýjunni og drekka súkkulaði og á svölunum djöfluðust smáfuglarnir og fengu sitt fóður. Ægilega vetrarlegt og sætt. Molinn og hans fjölskylda komust að vísu ekki því hann er enn sárlasinn. Vill bara sofa, aumingja kallinn! Skakki bakaði hinsvegar súkkulaðitertu og mamma mia var kakan góð. Hún heitir því góða nafni súkkulaði drullukaka (chocolate mud cake). Þetta er súkkulaðikaka eins og þær gerast bestar, mikið súkkulaðibragð og blaut í miðjunni..mmmm.. Hann bakar bara skolli vel það skal viðurkennast!


Powered by Blogger