Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 nóvember 2005

Rosalega er eitthvað dimmt á morgnana þegar maður skreiðist út. Að vísu skreiðist ég ekki, ó nei, ég kem valhoppandi niður stigann með íþróttatöskuna á bakinu og ef ég þarf að skafa geri ég það full af gleði og lít á það sem upphitun fyrir leikfimina. Þetta er auðvitað haugalygi en hún hljómar vel. Sérstaklega þetta með valhoppið!

Annars gengur leikfimin bara nokkuð vel. Er að byrja fimmtu vikuna. Hvað þarf maður aftur að gera lengi til að eitthvað verði að lífsstíl? Einhver sagði að til þess að breyta einhverju í venju þá þyrfti að gera atburðinn í 21 dag. Í mínu tilfelli og leikfiminnar reikna ég nú frekar með 121 degi eða 221 degi. Úff það er eftir langan langan tíma. Eins gott að ég er alltaf að æfa þolinmæðina haha.

Ég er farin að laumast til kíkja á föt fyrir Kínverjann. Verst að vita ekki hvort hann er stelpa eða strákur. Er ekki viss um að hann (Kínverjinn) vilji vera í kjól ef hann er strákur. En það er nú soldið gaman að skoða svona litla og sæta kjóla, svona rauða tjullkjóla. Æ aumingjans barnið að fá pönkulínu sem yfirumsjón fatamála haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger