Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 nóvember 2005

Nú eru bara þrjár vikur til stefnu og mér finnst tíminn vera að hlaupa frá mér. Ég hleyp á eftir honum og sem betur fer er ég komin með aðeins meira þol þó ég hlaupi ekkert hraðar en áður. Mig langar í jólaskraut en það er svo mikið drasl í stofunni að skrautið kemst ekki fyrir. Ég ætti kannski að umstafla og gá hvort ég get ekki vafið eins og einni seríu utan um draslið. það væri allavega öðruvísi jólaskraut. Á ekki aðventuljósið að vera komið upp? Ég er svo mikill smáborgari í mér að ég bara verð að hafa svoleiðis ljós í glugganum mínum á jólunum. Eða er það kannski ekkert smáborgaralegt heldur bara normið?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger