Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 mars 2005

Í hádeginu sat ég og rifjaði upp sundkennsluna sem ég fékk á Húsavík forðum daga. Þetta var árið sem ég skrópaði í skólanum, þeas sundinu og þóttist vera að gera allt annað. Sigga sundkennari var nærri búin að drepa niður alla löngun hjá mér til að koma nokkurn tíma nær vatni en bara einfalt bað í heimahúsi. Sem betur fer hundskaðist hún í frí og ég gat lært að synda. Ég er samt ekkert að fara að synda núna. Mér bara datt þetta svona í hug af því ég var spurð hvort ég væri hrædd við að fara í fallhlíf. Svona virkar hugurinn. hann fer ótroðnar slóðir og enn er ég að fá hausverk. Var með svo mikinn hausverk í gærdag að ég hélt að ég næði ekki heim til mín heil á húfi. Held að þetta sé kannski bara of mikil hreyfing, getur það ekki bara verið haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger