Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 mars 2005

Ég sit og reyni að hitta á takkana á lyklaborðinu á undan svitadropunum sem leka niður eftir enninu á mér. Mér er heitt og ég er eldrauð í framan. Ástæðan er sú að ég hjólaði í vinnuna...... Nei ég lýg því, auðvitað hjólaði ég ekki neitt En ég hjólaði þegar ég var komin í vinnuna. hjólaði eins og vitfyrringur og var nærri orðin of sein í vinnuna. Ég fann lýsið leka af mér og það lekur enn. Samt er ég búin að fara í sturtu. Ég hugsa að Skakki þekki mig ekki þegar hann kemur heim í kvöld því ég er orðin svo mjó... jamm og jæja eða þannig.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger