Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 febrúar 2005

Hver misskildi þetta með snjóinn? Ég hélt að það hefði orðið samkomulag milli okkar að það ætti ekki að snjóa meir á þessum vetri. Ég hef bara ekki tíma á morgnana til að standa í þessari hægkeyrslu á eftir sveitavargnum sem þorir ekki að keyra hratt í þessari "færð" hrmp

Annars fór ég að skoða íþróttaföt í gær og ég komst að því að feitabollur eiga ekki að vera í flottum íþróttafötum. Ég hef alla tíð fram að þessu verið í gömlum bolum og ljótum buxum sem ég gæti ekki látið sjá mig í annarstaðar en í gymminu (haha) og ég hef alltaf gefist upp. Því ákvað ég núna að gera þetta með stæl og kaupa mér eins og einar flottar buxur og hvað er þá málið? Jú það er einfaldlega það að feitabollur eiga ekki að vera í flottum íþróttafötum því þær eiga eflaust bara að vera heima sér í stað þess að eyðileggja lúkkið á þessum stöðum. Ég var því nokkuð vansæl heima hjá mér í gær. Því núna er ég ekki bara feitabolla heldur líka hallærisleg. það er sko banbæn blanda að mínu mati! Skakki sagði þetta vera lítið mál: Feitabollur ættu bara að æfa í skokkum sem næðu niður að hnjám! Já, já sjáið mig í anda í skokkdruslunni? Þar sem hæð mín er ekki mikil þá næði téð drusla mér niður að tám í stað knjáa og ég myndi detta um faldinn þegar ég færi að hlaupa á brettinu. Þá væri ég ekki lengur bara feitabolla, og ekki heldur bara hallærisleg feitabolla í ljótum íþróttafötum, nei þá yrði ég slösuð feitabolla í ljótum íþróttafötum hrmp

Ég spyr því eins og fávís kona í barnsnauð, hvert fara feitar konur til að kaupa sér sæmilega útlítandi æfingaföt?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger