Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 janúar 2005

Í gærkvöldi sátu tveir gaurar í sjónvarpinu mínu og þráttuðu um það hvort niðurhal á músík og myndum væri lögbrot eða ekki. Hálfvitar! Sá sem taldi þetta lögbrot sagði að sala á músik hefði farið minnkandi þó að vísu árið hefði komið ágætlega út. Þetta taldi hann stafa af því að fólk næði í alla þessa mússík á netinu. KJAFTÆÐI og hana nú. Málið er að músik er svo DÝR á Íslandi að þeir sem það geta kaupa hana í útlöndum. Skakki kaupir ógrynni af músik og það er allt keypt á netinu. Stundum náum við í eitt og eitt lag en það er yfirleitt til að ath. hvort við fílum viðkomandi tónlistarmann. Ef okkur líkar lagið þá er yfirleitt farið í það að kaupa viðkomandi disk. Ég held að meirihluti þeirra sem ná í músik á netinu séu ekki með peningaráð til að kaupa sér diska og mundu því ekki kaupa neina músik þó þeir næðu henni ekki af netinu. Í mína eldgamla daga þá var hlustað á Lög ungafólksins og alltaf var spóla í tækinu til að taka upp þegar rétt lög voru spiluð. Hinsvegar um leið og mar fór að eiga pening þá var hætt að taka upp músík og farið út í að kaupa. Spurning er sú hvort að fólk mundi ekki kaupa meira ef diskarnir væru ÓDÝRARI?? ha? Ég veit að ég mundi kaupa meira ef svo væri...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger