Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 september 2004

Gærdagurinn var nokkuð erfiður skólalega séð, ég vona að þessi verði betri. Gærdagurinn byrjaði á stólaslagnum sem ég hef áður lýst og síðan hélt dagurinn áfram í þessum anda. MA kennarinn ætlaði að hitta mig klukkan 9.30, hún ætlaði að vísu að vera nokkrum mínútum of sein en ég átti að hinkra. Sem ég gerði samviskusamlega. Tíu mín fyrir 10 ákvað ég að fara því 20 mín eru ekki nokkrar mín, það er hellings tími. Ég skrifaði miða á hurðina og skundaði til vinnu. Klukkan rúmlega 13 ætlaði ég svo að hitta annan kennara. Þegar ég var búin að bíða í 30 mín þá gafst ég upp og fór og bankaði hjá honum til að ýta við honum. Ekkert svar. Ég fór til baka og sagði samnemendum mínum að hann hefði greinilega gleymt sér. Við biðum í korter í viðbót og þá gafst ég upp og fór að vinna aftur. Samanlagt beið ég því í gær árangurslaust í rúman klukkutíma eftir fólki sem lét ekki sjá sig. Mikið afskaplega verð ég pirruð við svona. Það versta er að geta ekki farið og gargað á þetta fólk því ég verða að hafa þau með mér alla vega þar til útskrift er lokið huh

Annars er ég fara á nornarfund í kvöld og vona að þar verði lífsgátan leyst í eitt skipti fyrir öll.

01 september 2004

Þá er fyrsta tíma í tölfræði lokið. Ó minn aumi. Af hverju er síðasta fagið mitt alltaf eitthvað sem ég get hæglega dáið yfir? Svona var það á stúdentsprófinu og ég er viss um að það var svona í BA náminu og námsráðgjöfinni líka. Úps þegar ég les þetta lít ég hreinlega út fyrir að vera þessi eilífðarstúdent sem ég er...

Annars var þessi tími hálfskrautlegur. Hann er í fyrsta lagi skráður fyrir 65 manns en það voru bara rúmlega 40 stólar!!! Hver vill standa? Ha? Síðan eru skráðir þarna nokkrir enskumælandi nemendur þannig að annaðslagið vippaði kennarinn sér yfir í þessa fínu ræðu á ensku, gaman gaman. Ég missti þráðinn eftir 10 mín, sitjandi á stól sem mér tókst að ná eftir blóðug slagsmál við hina nemendurnar. Notaði öll mín kænskubrögð eins og t.d. hægri sveiflu með fætinum (lærði þá sveiflu í kickbox hér um árið) og henti mér svo fram og náði að berja frá mér með vinstri olnboga um leið. Restina barði ég af mér með nýheklaða sjalinu mínu! Svo sat ég bara eins og nýkrýnd drottning og leit hvorki til hægri eða vinstri meðan ég þóttist upptekinn af kennaranum (10 mín). Eftir gaut ég augunum lymskulega í allar áttir og glotti með sjálfri mér yfir öfundarsvipnum á liðinu sem greinlega kunni ekki kickbox og varð því að standa!

31 ágúst 2004

Haustföt! Haustföt, ligga ligga lá!

Mér finnst haustið skemmtilegt og mér finnst haustföt skemmtileg. Nú held ég að hægt sé "offisíally" að leggja sumartuskunum og taka upp haustgírinn. Niður með stuttbuxur og blómakjóla. Inn með stígvél og ponsjó og húfur.. Ég elska húuuuuufur og mun hér eftir skarta slíku við velflest tækifæri, þeas þegar ekki er of hvasst.

Nú er líka kertatími. Búin að hafa kveikt á trilljón kertum tvö kvöld í röð og það er notalegt. Haustið er góður tími, jafnvel þó mar þurfi að hunskast í tölfræðitíma!

30 ágúst 2004

Sunnudagurinn rann svo upp heiður og tær. Alveg brjáluð blíða bara. Eftir mikla spennu í formúlunni bakaði Skakki eina nýja köku fyrir smíðanámskeið sem ég var með um kvöldið. Kakan var FRÁBÆR mmmm.. Þegar ég verð með nornahraðmótið ætla ég að reyna að fá Skakka til að sjá um Nornaveitingar...

Síðan tók við laugardagurinn. Sendi Skakka á Hítarvatn að veiða svo hann væri ekki fyrir mér því ég ætlaði að þrífa. Sem ég gerði en með hjálp. Gullmolinn kom nefnilega til mín þar sem mikið var að gera í fjölskyldunni, mamma hans að flytja og amman og afinn að þrífa sitt verkstæðishús. Hann kom því til mín og vopnaður uppþvottabursta og vatni réðst hann atlögu við eldhúsgluggann hjá mér. Á meðan þreif ég eldhúsið! Þessi samvinna gekk ljómandi vel. Spurning hvort við höfum þetta ekki bara svona í framtíðinni, verst að eldhúsglugginn er núna eins og einhver hafi slett á hann og slefað sem er ótrúlegt því ég bý á 3ju hæð.

Við fórum líka niður að læk að gefa öndunum. Það var ágætis íþrótt alveg, þeas að æfa sig að gá hvort okkar væri viljasterkara, barnið ekki orðið 2ja eða gamla frænka ekki orðin.. já já andskotans forvitni er þetta. Við skilum segja að minn vilji hafi verið yfirsterkari því barnið hélt sig á stéttinni en ekki í læknum eins og hugur hans stóð til. Eftir lækinn fórum við á leikvöll sem hann sá tilsýndir við enda regnbogans. Þetta var við Lækjarskóla og því leikföngin miðuð við stærri börn en viljasterk 2ja ára. Gamla frænkan mátti því stunda lyftingar sem fólust í því að lyfta Molanum upp fyrir höfuð þannig að hann gæti rennt sér eina eða tvær ferðir í rennibrautinni. Þeir sem þekkja til 2ja ára barna vita að 2 ferðir eru ekki nóg fyrir þau, nei við skulum segja að þetta hafi verið nær 10 ferðum en þá var ég farin að draga hendurnar með jörðinni því þær höfðu lengst svo mikið við þessar réttur allar. Mér tókst því af mikilli lagni að benda honum á herflokk af gröfum og vörubílum sem eru að laga eitthvað til þarna í sveitaþorpinu sem ég bý í. Molinn tókst á loft við þessa sjón og við brunuðum (æi fórum nú frekar hægt yfir) í kallfæri við þessi tæki. Þar stóðum við límd við jörðin í 15-20 mín og gláptum á gröfur. Ég er viss um kallarnir hafa verið farnir að halda að ég væri að reyna við þá (hrollur). Molinn saup reglulega hveljur og stundi WOW. Ég reyndi að sjá hvað væri svona merkilegt en tókst það ekki. Ég hef greinilega ekki þessi strákagen í mér.

Á þessum tímapunkti vorum við bæði að niðurlotum komin. Hann vegna spennu og skemmtilegheita, ég vegna hins gagnstæða. Á leiðinni heim komum við samt við hjá Sigrúnu en þar vildi Molinn alls ekki inn ég taldi það vera þreytumerkin sem hann vætri að sýna og reyndist það rétt því við vorum ekki komin út götuna þegar hann var sofnaður! Ég hefði getað sofnað líka, nema é g þurfti að keyra bílinn!

Þetta er búin að vera löng og strembin helgi, gott að vera komin til vinnu og fá að hvílast aðeins!

Fór heim á réttum tíma á föstudagskveldið vitandi það að það væri nornarkvöld með vinnufélögunum um kvöldið. Ég vissi að ég yrði að hvíla mig vel sem ég gerði. Skakki eldaði fyrir mig dýrindis steik svo ég yrði vel undirbúin andlega. Síðan mætti ég heim til yfirmannsins ógurlega og spáði þar hægri og vinstri. Held þær munu alla gifta sig innan tíðar og lifa í lukku úti er ævintýri og allt það. Ég er í framhaldi af þessu að hugsa um um stofna til nornarhraðmóts.. svona eins og hraðskámót. Þarna setja nornir í röðum og spá, allar með svarta strýtuhatta og grófan strákúst sér við hlið. Nema ég auðvitað, ég er búin að færast frá strákústnum yfir í nimbus 2005. Yfir stólbakið hjá þeim öllum (og mér líka) verður skósíð svört slá með hettu. Mikið afskaplega hlakka ég til. Er að reyna að finna góðan stað til að halda þetta mót! Allar tillögur vel þegnar.


Powered by Blogger