Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 maí 2004

Letingjar allra sameinist, það er að koma helgi! Það er að koma helgi, það er að koma helgi!

Og í dag förum við hr.Meinvill til bæklunarsérfræðings til að athuga hvort hann verði fatlaður það sem eftir er eða hvort fóturinn verði í lagi. OK aðeins orðum aukið en þessi læknir á að segja hvort þurfi að gera eitthvað við hann eða ekki. Fóturinn er nefnilega ekki alveg góður sko, eiginlega þá er hann stórskrítinn en það kemur allt í ljós í þessari heimsókn sem er í næsta bæjarfélagi og þá ég ekki við Reykjavík heldur Keflavík. Hverjum dettur í hug að detta í keflavík nema hr Meinvill? En við fáum þá bara rúnt dagsins út úr því!

Í gærkvöldi gekk ég hringinn um Ástjörn. Ég fer að verða búin með vötn og læki á stórreykjavíkursvæðinu. Ætli ég verði að hætta þá? hehe Þessi breytti lífsstíll letingjans er svo sem alvg að gera sig. það endar með því að ég verð orðin brún og sæt líka, þeas ef það kæmi nú einhvern tíma sól á þessum vatnaferðum mínum!

06 maí 2004

Í gærkvöldi fór ég á konukvöld!

Þetta var ekki eiginlegt konukvöld að því leiti að það var ekki kallað kallað konukvöld heldur "sprengidagur hjá Debenhams". Þetta var hinsvegar fínt konukvöld. Þarna voru konur af öllum stærðum og gerðum að slást um boli. Ég blandaði mér hamingjusöm í þann slag og hafði 2-3 boli upp úr krafsinu. Ekki endilega boli sem mig langaði í, en komm onn ég náði þessum og þess vegna fór ég hróðug og borgaði þá meðan augnaráð ásakandi kvenna stungu mig í bakið. Svona er það að vera sterkastur og frekastur!

Setning dagsins í dag er:
Það er ekki gaman að labba og detta um tunguna úr sjálfum sér!!!!

Nei það er nefnilega ekki gaman. Mín er hinsvegar að færast aðeins lengra aftur í munninn. Er að vísu ekki alveg farin að loka munninum á göngunni og það heyrast enn svona einhver hvæs hljóð en tungan lafir ekki lengur.

Finnst ykkur það ekki frábært?

05 maí 2004

Annars er ég enn að velta fyrir mér þessu með letingjana. Getur það verið að maður vinni yfir sig á einhverju tímabili æfi sinnar? Þetta er nefnilega með eindæmum hvað ég fæ mig lítt til að gera nokkuð þessa dagana. Það sankast upp verkefnin sem ég á að vera að vinna að en ég geri þau ekki og langar ekki til að gera þau. Hvorki í vinnunni eða heima. Ætla til dæmis ekki í skólann þó íþróttakennarinn hafi hent þessum verðlaunum framan í mig með göngustafina. Mig langar að læra á þá en ekki svo mikið að ég nenni að mæta og ræða um bók sem ég er ekki búin að lesa (og ekki kaupa). þannig að ég bara skakklappast áfram með mínum eigin stíl!

Það var svoooo kalt í gær en ég held að það sé kaldara í dag. Í gær keypti ég mér sumarkjól. Ætli það verði ekki til þess að það sjói það sem eftir er!

Málið er að ég er að fara á reunion síðar í þessum mánuði og ákvað í snarheitum að ég yrði að vera glæsilega sumarleg og fór keypti kjól og lít út eins og feit Sandy í Grís. Hún hefði örugglega litið út eins og ég geri núna ef hún hefði hitt sinn Travolta 20 árum eftir þetta fína sumar.

Ég pantaði mér líka klippingu og ákvað að svíkja Eyrúnu sem er minn prívat klippari. Veit ekki alveg af hverju en núna langar mig til að verða allt önnur en ég er og þess vegna valdi ég mér einhvern brjálaðan klippara sem er 4 tíma að klippa einn haus. Kannski mjókkar hann mig líka? Haha þá þarf ég ekki lengur að stunda breytt líferni letingjans (þetta er planið)! Hlít að mjókka í stólnum hjá honum því ég verð að deyja úr hungri eftir 4 tíma eða þannig.

04 maí 2004

Þennan póst fékk ég sendan áðan:
****
Hvernig var þetta með breytt líferni letingjans, er það fyrir bí, eftir að Haukur er kominn á hækjur??? Verður maður ekki bara slank og fínn eftir þrjár vikur??
****

Mér bara vöknaði um augu. Hér er ég búin að staulast ein um borg og bí eftir að hr. meinvill kom sér undan því að labba með mér með því að fleygja sér niður úr tveggja metra hæð og skemma á sér fæturna og þá heldur fólk að ég hafi gefist upp! Moi??? Gefist upp???

Nei aldeilis ekki. Gekk í Hafnarfirði á sunnudag, og í Indíánagili í gær. Fer upp að Vífilstaðarvatni í dag. Mér er sárlega misboðið og hana nú!!!!!

Gonzo lítur meira segja út eins og ég, skrítið að enginn skuli hafa bent mér á það.

verð að vera eins og hinir og því tók ég möppetprófið. Koma þessar niðurstöður einhverjum á óvart?
gonzo jpeg
You are Gonzo the Great.
You love everyone, and still you get shot out of a
cannon on a regular basis. Oh, and you are
completely insane and have a strange
fascination for chickens.

ALSO KNOWN AS:
The Great Gonzo, Gonzo the Great, Just Plain Weird
SPECIES:
Whatever

HOBBIES:
Tapdancing blindfolded on tapioca while balancing a
piano on his nose, backwards, five times fast.

FAVORITE MOVIE:
"From Here to Eternity...with no brakes."

FAVORITE TV SHOW:
"Touched By An Anvil"

QUOTE:
"No parachute? Wow! This is so cool!"


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

Annars förum við að rúnta smá á hverju kvöldi því hr.meinvill kemst lítið út þar sem hnéð er í fatla og hann á tveimur hækjum. Í gærkvöldi tók meinvill rúnt um Garðaholtið og ógnandi sjórinn blasti við nöturlegur í sumargalla, nei ok ég skal hætta að reyna að vera skáldleg. Hinsvegar þá varð aumingja hr.meinvill fyrir miklu sjokki!

Hann er nefnilega viðkvæmisvera (segir mar það ekki?) og fær hroll þegar hann sér nörda samtímans þar sem þeir eru að nörda sig (og hann sem býr með yfirnördinum kallkvölin). En alla vega þá er meinvill að lúsast þetta framhjá bæjunum við Garðaholt og þá fékk hann áfallið! Fyrir utan eina bæjaþyrpinguna stóð einhver þungarokksnörd í svarta stuttermabolnum sínum með lóð á stöng. Á honum var einhver svipur sem kemur á menn sem lyfta þungum lóðum, einhver svona "smábarnarembusvipur" (þið kannist við svipinn þið sjáið hann oft á smábörnum sem liggja bak við sófa og rembast).

Meinvill fékk hláturskast en hr.meinvill fékk sjokk. Hann er viðkvæmur þessi elska. Hann vildi samt held ég snúa við og keyra annan hring til að sjá betur en ég aftók það með öllu.

Leti frh
Ég held að leti sé eitthvað sem maður fæðist með, svona eins og sumir eru litlir og sumir eru stórir. Sumir eru latir og sumir eru ekki latir. Það hendir auðvitað alla annaðslagið að fara í letikast og nenna ekki hinu eða þessu. Það á hinsvegar lítið skylt við þann sem er latur af því hann/hún fæddist með þeim ósköpum.

Ég er í þessum flokki! Fæddist löt og hef verið að berjast við það alla ævi. Held hinsvegar að núna sé ég að tapa þessum bardaga. Ég á hreinlega bágt með að gera nokkuð þessa dagana. Best bara hreinlega að sitja og stara út í loftið (ekki á sjónvarpið því það krefst þess að það þurfi að skipta um rásir).

Á morgun er yfirferð í skólanum yfir þessa bók sem ég nennti ómögulega að eyða tíma mínum í að lesa þannig að ég ætlaði vesgú að skrópa. En haldið þá ekki að íþróttakennarinn í hópnum ætli að kenna fólki að nota göngustafina rétt. Hvað er þetta eiginlega, má mar ekki bara skrópa í friði án þess að það sé verið að reyna að lokka mann inn með einhverjum svona gylliboðum?

03 maí 2004

Það er til hópur manna sem flokkast undir það að vera letingjar. Þetta fólk nennir ekki að vinna, nennir ekki að hreyfa sig og endar oft ævi sína í einhverri óráðsíu vímuefna og alkóhóls.

Ég er afburða löt manneskja. Ég er svo löt að suma daga á ég bágt með að hreyfa mig og vil bara fá að liggja í friði og lesa mína bók eða eitthvað annað.

Ég er ekkert að fatta þetta núna. Ég hef alla tíð vitað þetta og til að fela þetta fyrir öðrum hef ég kaffært mig í vinnu: Hef t.d. æði oft verið í tveimur til þremur störfum á sama tíma, hef verið í 100% vinnu og 100% skóla á sama tíma, hef stundað nám meðfram starfi og svo framvegis. Þetta er samt bara yfirskyn svo fólk fatti ekki að ég NENNI þessu EKKI.

Um helgina átti ég bágt með mig fyrir leti. Ég gat bara ekki hugsað mér að sitja og skrifa ritgerð, gat alls ekki hugsað mér að lesa bók um aðferðafræði vísindanna sem ætlunin er að fara yfir í næsta tíma hjá JT (keypti ekki bókina svo ég þyrfti ekki að vera að þessu veseni), gat ómögulega komið mér til að þrífa og enn síður að lesa bækurnar sem ég keypti í London og á enn eftir að lesa.

Ég er með hryllilega mörg verkefni á dagskránni núna sem ég er búin að sannfæra yfirmann minn um að mér sé alls ekki ofviða. Sagði að þetta væri létt verk og löðurmannlegt þegar að vísu um er að ræða fullt starf fyrir tvo og ég sé alls ekki fyrir endann á því. Og þetta er allt saman af því ég get bara ekki viðurkennt að ég er LÖT!

Hvað er til ráða?

02 maí 2004

Er ég önnur vonda systir hennar Öskubusku?

Ég er ekki alveg að fatta þetta með fæturna á mér. Ég er skófíkill af bestu gerð og veit fátt skemmtilegra en kaupa skó, eða þannig var ég. Ég hef hinsvegar ekki keypt neina skó af ráði í 3-4 ár því einhvern veginn eru allir skór sem ég kaupi of litlir á mig. Mjög, mjög skrítið. Ég nota skó nr. 37 og stundum 36 og hef gert það í 100 ár.

Hr.meinvill gaf mér flotta skó í jólagjöf og ég var búin að segja honum að ef hann sæi skó væri best að kaupa nr 38, ekki 37 eins og ég nota. Hann gerði það.

Þetta eru flottir skór en þeir eru of stórir. Nei þeir eru ekki of stórir þeir passa. Nei þeir eru of stórir. Svona gekk þetta meðan ég var að máta þá og á endanum ákvað ég að hætta að velta mér upp úr þessu og vera bara í þessum of stóru skóm sem eru ekki of stórir.

Á laugardaginn fór ég og keypti mér íþróttaskó á tilboði (Hagkaup kallar þá sportskó en þeir eru ekkert sportlegir). Ég mátaði 37 og hann passaði. Ákvað samt að máta næsta nr við líka bara svona til öryggis og mátaði það númer á hinn fótinn. VOILA hann passaði líka. Ég úr báðum skónum og skoðaði númerin, jú annar var 38 og hinn 37. Ég fór heim með 38 og mældi á mér fæturna með reglustiku, mjög vísindalegt og þá kemst ég að því mér til hrellingar að það er sentrimetri sem vinstrifóturinn er lengri en sá hægri. Það hlaut að vera. Þegar ég stíg í vinstri fótinn er skórinn passlegur, þegar ég stíg í hægri fótinn er hann alltof stór!

Af hverju hefur mér ekki dottið í hug fyrr að mæla á mér lappirnar? Það eru flestir með annan fótinn aðeins stærri ég veit það vel, en þurftu lappirnar á mér að lenda á milli tveggja númera? Hver hefur heyrt um að maður geti keypti annan skóinn nr 37 og hinn nr 38? PLÍS ef einhver hefur heyrt um skóbúð sem selur slíka skó þá stend ég fyrir utan á morgun lem á hurðina!

Nú er ég ekki að tala um að skórinn sé aðeins of stór. Nei ég er að tala um syndrómið frá því mamma keypti á mig skó og það átti helst að koma allri lúkunni fyrir í skónum líka því stúlkan var jú að vaxa. Hvar hún fékk þá hugmynd veit ég ekki því ég hef ekki vaxið neitt mikið og alls ekki hratt, nema á þverveginn þar er vöxsturinn allur hinni besti og reyndar óeðlilega mikill.


Powered by Blogger