Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 febrúar 2004

Það er að koma helgi, ligga, ligga lá!

Varðandi þessa blessuðu kynningu mína þá verð ég að fá að útskýra eitt. Ég held kannski ekki endilega að fólkið hafi HALDIÐ að ég væri illa undir búin ÉG VAR ÞAÐ. Það er að segja í þeim skilningi að verkefnið er komið mjög stutt á leið og ég því illa undir búin að svara spurningum. Ég held að þau hafi nú frekar meint að miðað við aðstæður þá hafi ég staðið mig vel. Ég reikna með að Auður hafi verið mun öruggari með sitt efni í kynninunni. Mín fór hinsvegar fram á þann hátt að ef ég var spurð sagði ég.."ahhhh, jú kannski, eða..ég er ekki alveg viss..já kannski er það það sem ég meina" yo got the point..frekar mikil óvissa sem sagt, en gaman samt. Sá að ég verð að leggja doldið mikið á mig til að geta verið tilbúin eftir 3 vikur með næstu kynningu því þar á að taka einhvern ákveðinn þátt fyrir og reyna að kryfja hann til mergjar....þetta er samt soldið gaman ;) Vildi bara að ég þyrfti ekki að taka þennan helv. kúrs á næstu önn því þá væri ég fín..

12 febrúar 2004

MAB er flogin til Lundúna. Úff ég öfunda hana ekkert smá OK kannski ekki alveg svona mikið, en ég öfunda hana samt. Ég ætlaði í apríl með minni hjásvæfu (eða hann með mig) og þar ætla að vera múgur og margmenni en ekki við! Við tókum þá ákvörðun í gær að ekki væri neitt vit í utanlandsferð á þessum tíma (alls ekki það að sökum mikils kostnaðar við sprautur og bull þá höfum við ekki efni á því) þar sem það gæti verið, kannski sko, eða þannig að næsta meðferð heppnaðist og þá er bómullartíminn akkúrat á þessum tíma. Þeas tíminn sem ég ætla að liggja í bómull og láta dekra við mig. Auðvitað getur vel verið að þetta fari eins og síðast og ekkert gerist en það er þá bara seinni tíma vandamál. En sem sagt engin London hjá okkur.

Þá er ég búin að fara og halda kynningu á verðandi MA verkefni. Ég fékk 35 mínútur og átti að kynna verkefnið og svara síðan fyrirspurnum. Alveg fínt auðvitað nema samnemandi minn sem átti líka að vera í 35 mínútur klikkaði á sinni kynningu þannig að ég var í pontunni í 70 mín í staðinn fyrir 35..úff það var scary. Ég þurfti auðvitað ekki að tala allan tímann (enda bauð staða verkefnis alls ekki upp á það) heldur voru umræður og fyrirspurnum beint til mín; hvað ég meinti með hinu og þessu.

JT var svo glaður yfir þessum áhuga mínum á tölvum og námi að hann spurði hvort ég vildi ekki taka þátt í seminari í vor og ræða þetta betur haha jú einmitt, ég sem varla get sagt af hverju ég valdi þetta verkefni frekar en annað á að fara að rökstyðja ýmsar kenningar og kerfi. En ég sagði auðvitað "já það væri gaman" haha maður er klikk.

Þegar þetta var búið komu samnemendur mínir og sögðu "þetta var flott hjá þér, þú stóðst þig vel" hmmm þetta hljómaði eins og þau hefði reiknað með því að ég mundi klikka, en ég svo sem hélt það líka so who kan bleim þem?

Þegar þessu lauk spurði ég JT: Hvernig er það JT, hefðir þú getað spáð fyrir því, fyrir nokkrum árum þegar ég hætti í tölvukúrsinum hjá þér, að ég ætti eftir að standa í þessum sporum og fjalla um nám í tölvum?"

Hann fékk hláturskast og sagði "NEI"

hmm..ég hef greinilega verið verri en ég hélt haha

11 febrúar 2004

Nota bene, þessi kona sem er alltaf svona hissa, þetta er ekki smokkakonan! Það er allt önnur kona og hún horfir alltaf á mig eins og ég sé kynferðisglæpamaður sem ekki eigi að ganga laus. Hún hefur eflaust sagt "hissa" konunni smokkasöguna og þess vegna er hún svona hissa. Hún er sem sagt hissa yfir því að ég skuli enn ganga laus! Púff eins gott að ég leysti þetta mál svona í morgunsárið.

Það er hinsvegar málið með að vera lítill og vita ekkert hvað gengur á. Ég er náttúrulega svo stór að ég veit alltaf hvað gengur á (haha). Stundum væri samt voða gott að vera bara fiskur í búri og synda fram og aftur alla daga. Bruna upp að yfirborðinu ef mar heldur að það sé að koma matur, en dóla sér annars bara í rólegheitunum og alltaf jafn hissa á kastalanum og appelsínugula grasinu.

Svona er ég annars líka. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fer að kaupa í matinn þegar ég er búin að vinna. Stend í sömu sporunum heillengi og tauta með sjálfri mér yfir hvað allt er dýrt. Svo er ég að furða mig á því að starfsfólkið glápir alltaf á mig eins og það hafi aldrei séð mig fyrr en eigi að kannast við mig. Sérstaklega ein konan. Hún er pottþétt með gullfiskaminni. Hún horfir hissa á mig, rennir kortinu mínu í gegnum og verður rosa hissa þegar ekki kemur neitun. Ég er farin að verða jafn hissa og hún. Við erum sem sagt báðar með svona fiskaminni.

Kannski er hún bara svona hissa yfir matarvenjum mínum? kannskifinnst henni ég kaupa of mikla óhollustu eða of mikið af grænmeti? Hvað veit ég. Ég veit hinsvegar að ég er farin að reyna að fara á annan kassa því ég nenni ekki alltaf að vera svona hissa.

Hvorki Molamamma eða Molinn sjálfur hafa hringt eftir fari í dag þannig að Höski hlýtur að hafa farið í gang. Hér er ég búin að bíða spennt við símann til að geta hlaupið "to the rescue" en Höski er annars svo fínn bíll eins og sést hér að neðan að ég skil ekki hvað Molamamman er alltaf að kvarta

10 febrúar 2004

Ég sé að Auði leiðist í vinnunni í dag. Ég get samsinnt henni í því, skil samt ekki af hverju mér leiðist því ég er að drukkna í verkefnum. kannski er það bara málið, ég er hætt að komast yfir allt saman og þá fer manni að leiðast?? Eða hvað?

Annars á ég að kynna MA ritgerðina mína á morgun í málstofu. Þar eiga samnemendur mínir að koma með gáfulegar spurningar og hjálpa mér þannig af stað. Kynningin mín er frábær en ég er samt ekki viss um að hinum finnist það haha Hún er nefnilega frekar snautleg því verkefnið er komið svo stutt af stað. Er samt komin lengra en ein sem er búin að fresta kynningu tvisvar..úff ég mundi ekki leggja í það því JT er frekar erfiður í samskiptum þó hann líti út fyrir að vera mjög eftirgefanlegur. Hann er til dæmis búinn að tilkynna að orðin "eigindlegar" rannsóknir og "Megindlegar" rannsóknir fari alveg sérstaklega mikið í taugarnar á honum. Ég fylgdist með honum á síðstu kynningu og í hvert sinn sem einhver sagði annað hvort orðið þá sá ég hann kippast við,eins og hann væri með tannpínu haha mjög fyndið. Ég passaði mig vel og vandlega að láta þessi tvö orð aldrei koma fyrir í minni kynningu, heldur segi bara viðtal og spurningarlisti. Hann fer kannski mýkri höndum um mig fyrir vikið hehe

Fór í morgun og bjargaði mæðginunum í sveitinni (les Grafarvogi). Þar var rafmagnslaus bíll og þau þurftu að komast í vinnu. Molinn varð þvílíkt glaður að sjá mig og ánægður að fá að fara í mínum bíl. Hann sat aftur í eins og feitur stórbóndi á leið í kaupstað. Þegar við hinsvegar stoppuðum fyrir utan leikskólann fór gleðin illilega af, hann hafði sem sé misskilið þetta ferðalag með systrunum sem það að nú værum við að fara eitthvað skemmtilegt. Og svo var honum hent út úr bílnum í leikskólann en kellurnar sátu áfram í bílnum. SVINDL. það er ekki alltaf gaman að vera lítill og skilja engan veginn hvað gengur á!

09 febrúar 2004

Smíðanámskeið
Í gærkvöldi fór ég svo á smíðanámskeið hjá Hjartanu. Þetta er ekki í frásögur færandi nema hún trakteraði okkur úr þessari líka fínu vatnsflösku sem ég dáðist mikið að. Þetta var mjög listræn flaska og neðan úr tappanum hékk svona blátt egg. Alveg rosalega smart. Ég dáðist að þessu og hún varð skrítnari og skrítnari á svipinn. Á endanum spurði ég hvar hún hefði fengið þessa flottu flösku!

Hún horfði á mig með drápssvip og sagði "ertu ekki að grínast?"
Ég verð að viðurkenna að ég var hálfhissa á þessum viðbrögðum því flaskan er ægifögur, alla vega að mínu mati. Hún sannfærðist um að ég væri ekki að grínast og sagði þá hægt og kvað fast að orði: "Þessa flösku, gafst þú Anna Kristín mér í brúðargjöf á sínum tíma. Ertu búin að gleyma því?"

Ja hver and*******, ég er þó alla vega smekk manneskja, kem sjálfri mér sífellt á óvart með góðum smekk!

Fiskurinn með sjálfsmorðstilhneygingarnar er dáinn. Hann fékk nóg af sínu firrta lífi og endaði í ruslafötunni. Dapurlegur endir á lífi smáfisks í stóru búri. En stórborgin fer svona með suma þeir enda einir með magann upp í loftið

Kona
Þá er frú Meinvill búin að fá niðustöður út úr blóðprufunni sinni og auðvitað er ekkert að finna í ólagi með hana (þeir mældu ekki þrjósku og þvermóðsku). Ég er meira segja með heldur meira af Fólin efni í mér heldur en reiknað er með að maður þurfi haha gat nú verið. B12 vítamínið er hinsvegar eins og það á að vera og þessi blessuðu kvenhormón líka. Ég er sem sagt kona ef einhver hefur efast um það fram að þessu
Mér er því ekkert að vanbúnaði að taka upp sprauturnar aftur en ég gekk einmitt frá þeim í gær og setti í kassa og innst í skápinn. Tek að mér aukanámskeið í sprautukennslu eftir þetta allt saman. Látið mig bara vita ef ykkur vantar kennslu.

08 febrúar 2004

Það er eitthvað undarlegt að gerst í fiskabúrinu mínu. Ekki misskilja mig, ég er ekki að tala í myndlíkingu og líkja lífi mínu við fiskabúr. Nei ég er að tala um gæludýrin mín fallegu og huggulegu. Einn fiskurinn er svartur með útstæð augu eins og hann sé alltaf dauðhræddur eða rosa hissa. Hann er haldinn mikilli firringu.

Á hverjum laugardegi gefst hann upp á þessu lífi. Hann marar í hálfu kafi með botninn upp og rétt hreyfir tálknin öðru hverju. Á þessum dögum leggja hinir hann í einelti og ég pota í hann öðru hvoru til að athuga með lífsmark. Þá rennur upp sunnudagur! Og þá er eins og við manninn mælt, fiskaulinn hjarnar við og er eins og almennilegur fiskur fram að næsta laugardegi. Kannski er hann bara svona þreyttur eftir vikuna? Það hlýtur að vera þreytandi að synda svona fram og til baka allt lífið? Eða hvað? Ég á sem sagt fisk sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt, rétt eins og hins franska Amelie.

Þá er komin nýr frostdagur. Við kíktum aðeins upp að Kleifarvatni í gær. Fórum út úr bílnum og ætluðum að taka myndir til að hafa sem samanburð við myndirnar frá síðustu helgi. BRRRRRRRRRRRRR Það var sko kalt. Það var sko EKKI hægt að skauta


Dundum einn skafl til að festa okkur í en drifum okkur svo heim og ákváðum að fara frekar í dag, erum enn að spá í það.

Margrét frænka mín á afmæli í dag, Til hamingu með það. Í gær fór ég í afmælisveislu hjá henni. Það var mikið gaman.. Eintómar kellur og ég þekkti engan nema afmælisbarnið, systur hennar og móður. Það var samt gaman. Hún frænka mín er nefnilega þrælfyndin kona, hún má eiga það. Það voru þarna einhverjir leikir til að gera afmælisbarnið af fífli en það var allt mjög saklaust því hún er ekki mikið fyrir að standa fyrir framan alla.


Powered by Blogger