Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 desember 2004

Jamm og jæja. Nú er ég farin að bíða eftir jólunum! Mig langar í frí en það er ekki um neitt slíkt að ræða og þar sem fyrirtækið er að flytja þá er búið að banna öll frí milli jóla og nýárs. Ég er samt eitthvað svooooo þreytt. Kannski er ég komin með síþreytu? haha AS IF Þar sem ég er svo rosalega þreytt í bakinu eitthvað þá verð ég að þrífa íbúðina í smá skömmtum. Ég gat ekki einu sinni hlunkast með fisakbúrið til baka á sinn stað þegar ég var búin að þrífa það. Er maður aumingi eða hvað? En Skakki kemur heim um helginga og þá flytur hann búrið. Það er að vísu fyrir mér en fiskunum líður vel. Þeir eru nefnilega með útsýni! Skvettu fyrst alveg rosalega og ég held þeir hafi verið hræddir um að detta út um gluggann.

Kannski sit ég bara svona vitlaust. Þegar ég stóð upp til að skila prófinu þá var ég nærri dottin því fóturinn gaf sig. Mér brá nú soldið en mest við það að ég sá mig í anda skauta að maganum að kennaraborðinu og rétta fram prófið BÚIN haha það hefði verið soldið fyndið. Ég datt ekki því ég náði að grípa um stólinn en það urðu allir varir við að ég væri að fara og yfirsetukennarinn horfði á mig með svona "þessi er örugglega að svindla" svip. Þetta lið heldur alltaf að mar sé að svindla. Samt var hún með gemsana hjá öllum (á borðinu hjá sér) svo við gætum ekki loggað okkur á netið og fengið upplýsingar og helst vildi hún töskurnar líka. Assgotans paronía.. en gott samt

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger