Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 desember 2004

Ég brá undir mig betri fætinum (þeim hægri) og skellti mér til læknis. Þurfti að vísu að bíða nokkrar vikur þannig að þetta var gert með góðum fyrirvara. Þar sem það er langt síðan ég hef heimsótt þennan lækni þá var hún eðlilega flutt og ekki bara hún heldur hafði hún flutt með dr.börn.is, þeas á sama stað. Ægilega flott alveg! Ég fór með afgangslyf með mér í poka. Nú býr mar svo vel að geta lagað fjárlagahalla ríkisins með því að skila afgangs lyfjum. Geri aðrir betur! Tek það samt fram að þetta eru lyf sem ekki er búið að opna ef fólk er almennt að velta því fyrir sér hvort ég sé að skila smá lögg hér og þar.

Læknirinn skellti mér upp á bekk af því mér er illt í baki og ég sagði henni að þetta væri örugglega það sama og síðast. Sem það reyndist ekki vera. Hún fann að vísu eitthvað annað í staðinn og skipaði mér að koma aftur eftir 2 mánuði til að kíkja betur á þetta og sagði mér svo að hunskast til baksérfræðings því ef fólk gæti ekki staðið í annan fótinn þegar það vaknaði á morgni þá væri örugglega eitthvað að. Jájá, sagði ég auðvitað. Hefði samt verið betra ef það hefði bara verið þetta gamla góða, því þá hefði bara verið hægt að skera og henda svo ruslinu. Eða hvað gera læknar við ruslið sem þeir hirða úr manni? Skakki sagði mér að þetta væri sent í nýju sorpeyðingarstöðina sem hann var að hjálpa til við að byggja og þeir launuðu honum með því að hrinda honum úr stiga og brjóta hnéð. Sem sagt þarna er ónýtu drasli úr fólki hent á eldinn og svo standa starfsmenn í kring og fagna..eða ekki. Skakki fagnaði ekki því það var ekki gert ráð fyrir hækjuliði þarna í fagnaðarlátunum. Hann tautaði að vísu eitthvað um að þetta hefði verið frekar óhuggulegt, en hvað veit ég um það.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger