Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 nóvember 2004

Helgin bara búin og gott betur en það. Ég er búin að vera svo þreytt í dag að það er eins og ég hafi verið í mörgum partýum um helgina og vakað báðar næturnar. Annars var ég með stærðar matarveislu um helgina í stóru íbúðinni í sveitinni. Það var matur og fólk um allt. Og uppvaskið eftir því. Ég þarf að eignast uppþvottavél, ég skil ekki fólk sem nennir að vaska svona alltaf upp. Ég nenni því ekki þó ég neyðist til þess.

Við systur fórum og keyptum okkur ull til að byrja að þæfa. Við þurftum fyrst að leita að búðinni og þvílík sveitastemming, hver vill búa í Mosfellsbæ? Spyr sá sem ekki veit. En við komum heim með sitt hvorn pokann; minn er í regnbogans litum en Skjaldbökunnar er svartur og grár. Skyldum við vera alsystur? nema hvað hún er auðvitað byrjað að þæfa og gengur vel. Ég er búin að dreifa úr minni ull um alla hreinu íbúðina og mikla þetta fyrir mér. Prufaði smábút og það gerðist ekki það sem átti að gera. Ég þarf greinlega aðeins meiri leiðbeiningar. Af hverju er ekki hægt að finna eitthvað skrifað um þetta á netinu? Og hey hvað gerði fólk áður en netið kom?
Computing

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger