Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 júlí 2004

Um daginn fór vinur minn í hjartaþræðingu. Honum líður í dag mjög vel en hann var þó að kvarta undan einu. Hann kvað það hart að þurfa að liggja á banabeði til þess að vera nefndur á þessari bloggsíðu. Honum fannst sem hann hefði gert margt margt nytsamlegra í lífinu heldur en að vera nærri dáinn og vildi vera minnst fyrir það.  Það er rétt hjá honum og mun ég reyna að bæta úr þessu eftir megni hér eftir.

Sænski nýbúinn brunaði um sveitir landsins í gærkvöldi til að leita að systur sinni sem hann hafði ekki heimsótt í þrjú ár. Hann er búinn að búa svo lengi í Svíþjóð að hann er hættur að rata í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Hann fann þó slotið fyrir rest og sat hér í góðu yfirlæti fram eftir kveldi. Það skal þó tekið fram að höllin er ekki lengur í þeim lit er kenndur er við bleikar nærbuxur heldur er hún orðin virðuleg mjög. Síðstu tvo daga hafa smiðirnir dundað sér við að setja upp ný gler í sameignina og nú er eins og ekkert gler sé til staðar því það er svo fínt. Skakki nefndi það við "eigendur hússins" (fullorðin hjón sem eiga heima á neðstu hæð þessa annars virðulega fjölbýlishúss sem við eigum hlut í) að það hefði nú verið sniðugt að setja opnanleg fög í gluggana víst við vorum að standa í þessu á annað borð. "Eigandi hússins" horfði á hann í forundran og sagði:
" Opnanlega glugga? Og hver hefði þátt átt að loka þeim?"

Æ rest mæ keis. Það er einmitt það. Hver hefði átt að loka þeim. Við hinir íbúar hússins við erum nefnilega oft með opna glugga (alltaf opnir hjá okkur nema eitthvað mjög sérstakt komi upp) og þetta er eilifðar umræðuefni á húsfundum. Nefnilega að það þurfi að loka gluggum svo ekki rigni inn, snjói inn, komi ferskt loft inn og guð veit hvað fleira gæti gerst.

Og nú fer ég sólina sem býður mín handan við hornið!
 Sunny 
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger