Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 júlí 2004

Í dag er þriðji dagurinn minn í fríi og ég vaknaði upp með andfælum. Mér leið ekki vel og ég held að það sé ekki fráleitt að segja að mér hafi liðið illa: Klukkan var 6.30 að morgni og ég fann mér til skelfingar að ég er með vöðva sem ég mundi ekki eftir að hafa lesið um í minni líffræði. Þessir vöðvar æptu á mig í morgun þegar ég vaknaði (í nótt). Ég er með verki í fótunum og mjóbakinu (sem er feitt hjá mér en heitir samt mjóbak), ég er með verki í öxlunum og hálsinum og skelfilega verki í úlniðunum. Síðan er ég með blöðrur í lófunum og í huga mínum ómar laglína sem er að gera mig brjálaða en gæti ekki verið sannari: ".. og hættu svo að ljúga..".

Ég er ekki að ljúga, ég er ekki einu sinni að ýkja. Hinsvegar er allt þetta fólk sem reynir að telja mér trú um að íþróttir séu hollar, þetta fólk er að ljúga!!! Hvernig getur eitthvað sem veldur slíkri vanlíðan í skrokk viðkomandi verið hollt??? Það getur ekki verið hollt að líða svona illa. Ofsatrúarmenn segja mér að þannig komist maður í himnaríki en mæ gosh þetta er ekki mönnum (og konum) bjóðandi.
.. og hættu svo að ljúga.....amma greyið kasólétt og hættu svo að ljúga.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger