Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 júní 2004

Scania Vabis
Á tilteknum tíma á æviskeiði mínu vissi ég allt um Scania Vabis. Ég hafði engann áhuga (og hef enn ekki) áhuga á þessum upplýsingum en komst ekki hjá að vita þetta allt því sænski nýbúinn var með Scania Vabis á heilanum. Hann talaði ekki um annað. Hann dreymdi ekki um annað. Hann langaði ekki í neitt annað! Scania Vabis.

Þegar jólin komu beið hann bara eftir pakkanum þar sem Scania Vabis væri geymdur(þegar ég hugsa um það núna þá veit ég ekki hvernig hefði farið ef það hefði ekki verið pakki með Scania Vabis). Það var kátur drengur sem fékk Scania Vabis og kát systir hans sem ekki þurfti að hlusta á frekari einræður um Scania Vabis.

Ég er að upplifa sömu stemminguna núna!

Nema núna er það ég sem sit og hugsa um Scania Vabis. Dreymi um Scania Vabis og tala ekki um annað en Scania Vabis!!!

Í mínu tilfelli er Scania Vabis reyndar ekki grár vörubíll með rauðu húsi, heldur golfkylfusett.


Scania Vabis

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger