Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 mars 2004

Uss myndin heitir ekkert As good as it Gets..það er víst einhver allt önnur og eldgömul mynd. Ég veit ekkert hvað hún heitir sem ég fór á haha maður er bara alltaf í bío og veit meira segja ekki hvað myndruslurnar heita...

hr meinvill er að ryksuga, hann er nú duglegur hann má eiga það. Ég er viss um Nornirnar eru sammála mér um að svona eiga menn að vera..í þessum töluðu orðum liggur hann á hnjánum með rassinn beint út í loftið og reynir að ryksuga undir hillunum..alveg hreint yndisleg sjón svo ekki sé meira sagt...meira segja soldið sætur rass..minn er ekki svona fínn haha

Hann fór út og kíkti á bílinn minn. Hann nefnilega hitar sig (bíllinn) og fór alveg nærri því á rauða strikið þegar ég var í sakleysi mínu á leiðinni heim úr vinnu. Mér varð á að nefna þetta við Hr. Meinvill og hann sagði með hneykslan í röddinni " vantar ekki bara vatn á hann??"

Hvernig í ósköpunum á ég að vita það?

Lít ég út fyrir að vera bifvélavirki? Neibb, lít út fyrir að vita ekkert um bíla og lít líka út fyrir að kunna ekki að þvo bíla því Ármour mín ástkæra samstarfskona segir að minn bíll sé sá skítugasti sem hún hafi lengi séð..sem er ekki rétt.. það er bara svo erfitt að þvo þennan því það er óvenju föst á honum drullan...

...en aníveis, Hr. Meinvill kom inn eftir að hafa verið þó nokkra stund að bogra yfir bílnum mínum, þetta tók svo langan tíma að ég vaskaði upp í fáti meðan ég beið (það mun ekki koma fyrir aftur). Hann kom inn og sagðist hafa fyllt bílinn af vatni því það hafi vantað á hann fleiri lítra

hr. Meinvill: "og ég setti á hann olíu líka"

Ég "en það var ekki farið að loga neitt olíuljós"

hr Meinvill með uppgjafarstunu: "Olíuljós logar EKKi þegar olían er búin. Olíuljós logar þegar bíllinn er að BRÆÐA úr sér af því það hefur ekki verið DROPI af olíu lengi"

Eins og ég sagði áður..þá er ég ekki bifvélavirki og öll þessi ljós rugla mig bara..bensínljósið skil ég og ljósið fyrir afturrúðuhitarann líka..og það er svo tæknilegt að það slekkur á sér eftir ákveðinn tíma..sem er kostur þegar mar er jafn utan við sig og ég því annars væri ég alltaf að spá í hvaða ljós væri NÚ farið að loga..

Hr. Meinvill er búinn að ryksuga og búinn að skammast yfir að ég dustaði óvart rykið af uppáhaldssokkunum mínum yfir nýryksugað gólfið hans... það er erfitt að gera sumum mönnum til hæfis..en núna get ég óhikað hætt í tölvunni því allt er orðið hreint....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger