Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 mars 2004

Klukkan er háfníu á laugardagsmorgni. Ég er búin að vara vakandi í einn og hálfan tíma. Klukkan hringdi ekki heldur var ég einfaldlega búin að sofa nóg.

ALLA aðra morgna en laugardagsmorgna þar ég að berjast við að vakna klukkan 7. Ég þarf að berja mig framúr rúminu og þarf að berjast kolmygluð í gegnum það að klæða mig og eta morgunmat. EKKI á laugardagsmorgnum!

Á laugardagsmorgnum reyni ég að berja mig til að sofa lengur sem gengur yfirleitt frekar illa. Í morgun var þó hr. Meinvill kominn enn fyrr á fætur. Hann var nefnilega að horfa á þáttinn frá Kuala Lumpur!

Ég er hinsvegar á leið í Kringluna. Núna ætla ég að fara í comfort shopping. Ég stunda nefnilega ekki comfort eating en mér finnst gott að fara í Kringluna og kaupa mér eitthvað skemmtilegt þegar almenn líðan er á lágu stigi. Þetta er ódýrara og yfirleitt endingarbetra en tími hjá sála.

Síðan ætla ég að fara í fyrstu fermingarveisluna á þessu sísoni! Björn Sævar Mundu og Bjössasonur mun fermast í dag. Mér finnst ofsalega stutt síðan hann var hjá mér í afmælisveislu og krakkarnir skildu hann eftir fyrir utan baðherbergið. Hann lagðist á hurðina og öskraði með undarlega dimmri kallarödddu "opniði hurðina krakkar". Hann var tveggja en röddin var mun eldri. Hann verður voða sætur í dag og Kópavogssysturnar (móðir og móðursystur) eru búnar að standa í stórbakstri þannig að þetta verður ægilega gaman.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger