Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 mars 2004

Það er einfalt mál að það ríkir þunglyndi á mínum bæ. Sem betur fer hef ég bara nokkrar mín í einu sem ég get sökkt mér niður í þunglyndi því það er svo mikið að gera að ég verð að taka mig saman í andlitinu.

Málið er að aðgerð númer tvö ætlar að fara á sama veg og síðast. Að vísu er kannski aðeins of snemmt að spá fyrir um það en á þessum tímapunkti ætti að vera gerast mun meira en er að gerast. Flókið? Já lífið er flókið. En læknirinn sagði:
VIÐ skulum ekki vera svartsýn.. en Ég er ekki bjartsýnn"

Læknisfífl, hvernig á ég að vera bjartsýn ef hann er svartsýnn og hann er sá sem veit allt um þetta?

Æðarnar eru líka búnar að fá nóg. Nú eru blóðsugurnar hættar að ná blóði og enduðu í dag með "butterfly" nál og handarbakið.

Sko mig, ég meira segja veit hvað nálardruslurnar heita og ekki nóg með það held er ég farin að lesa sónarmyndina eins og ég sé bara læknir líka haha hann hélt nefnilega að ég gæti það ekki og þóttist eitthvað vera að mæla eins og þeir eiga að gera og ég spurði eftir smástund "það er nákvæmlega ekkert að gerast eða hvað?"
Þá hætti hann að þykjast og sagði "Nei" og hann sleppti því að reyna að skrifa einhver x í bókina sína því það var ekkert til að documentera.

Djöfull getur lífið verið ósanngjarnt stundum og ef einn enn segir mér að þetta sé allt í lagi og ég megi bara ekki stressa mig, það séu til önnur ráð, þá garga ég. Bara svo einfalt..

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger