Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 mars 2004

Í dag var ég að lesa bloggsíður. Ég var búin að vera svo dugleg að vinna að mér fannst ég hafa unnið mér það inn að fá smá pásu og þá les ég blogg. Ég fór inn á bloggið hennar önnu.is. Þar las ég um baráttu hennar við áströlsku græðlingana og hafði gaman af.

Síðan las ég kommentin hennar. Sem er auðvitað helber forvitni af minni hálfu að vera að lesa annarra manna komment... EN.. sem ég les þarna í rólegheitunum og skemmti mér vel þá verður fyrir mér komment á ensku og sá sem þar skrifar biður Önnu að hafa samband við sig því hann sé staddur á Íslandi á ráðstefnu. Ég les þetta svona annarshugar því mér kemur þetta jú ekki við...nema ég kannast við nafnið...

Eftir smá undrunarkast þar sem ég furða mig á því að Anna.is þekki mann með sama nafni og ég úti í Svíþjóð þá fatta ég..HANN ER AÐ TALA VIÐ MIG ekki hana, heldur mig. Þetta er gamli góði MAX höfundur flying Jacob. Hann veit að Ísland er lítið land og ekki margar önnur á ferli... eða hvað? Mér finnst þetta fyndið og það besta er að ég skyldi sjá þetta í dag en ekki t.d. seinna um helgina þegar hann væri farinn frá Íslandi aftur!

Ég hringdi auðvitað strax í hann og hann bað mig að vera gæd um pöbba Rvíkur sem ég samþykkti auðvitað strax. Er að vísu með smá örlitla bakþanka núna því ég þekki enga pöbba nema Rosenberg og hann BRANN fyrir nokkuð mörgum árum. En ég hef tíma til að updeita þetta því hann er ásamt kærustu sinni í Bláa Lóninu þar til síðar í kvöld.. best að fara að skoða símaskránna eða eitthvað


ps síðast þegar Max heimsótti Ísland, hringdi hann í kærustu sína og sagði:
"Islendingene drikker ens og svin"!!!!!!
Ég skildi það þó ég væri ekki góð í sænsku, honum er að vísu vorkunn því rétt áður höfðum við skotist inn á Döbliners og þar sem við vorum að fara inn, komu dyraverðirnir með dauðadrukkinn kvennmann og hentu henni út.. en hún var örugglega ekki íslensk haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger