Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 febrúar 2004

Meinvill er eins og aðrir dvergar því sem næst sjónlaus. Þetta háir henni ekki í dagsdaglegum störfum því hún er með þennan fyrirtaks kíki sem hún bregður fyrir augun þegar enginn sér til. Núna vill svo til að kíkirinn er eitthvað að bila! Meinvill er búin að prufa að þrífa hann vel og vendilega, pússa og þurrka með til þess gerðu fíneríi. Ekkert virkar og Meinvill er búin að færa lata-drenginn alveg að sjónvarpinu svo hún sjái þá örfáu þætti sem hún hefur gaman af því að horfa á. Hún er líka farin að sitja fremst á stólnum í vinnunni sem þýðir að ekki er neinn stuðningur af til þess gerðu stólbaki og kemur það niður á örþreyttu baki Meinvills. Nú er svo komið að Meinvill verður annað hvort að kaupa nýjan kíki eða nýjan tölvuskjá (sstóóóran) og nýtt sjónvarp (stóórt). Niðurstaðan verður þó örugglega nýr kíkir því hann er eflaust ódýrari en skjáirnir tveir eða hvað?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger