Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 janúar 2004

Þetta leiðinda bloggerdrasl henti öllu íslensku stöfunum út í morgun. Ég henti auðvitað færslunni út aftur, ég vil ekki hafa svona ljóta færslu með spurningamerkjum hjá mér!!!!

Það sem ég var að tjá mig í morgun var að í gær fór ég í kringluna að labba. Kíkti á útsölurnar og það var frábært. Sá eitt pils í Centrum, ægilega fínt, þegar ég kíkti á verðið var það á útsöluverði 23 þúsund krónur. Jamm sumir eru með dýrari smekk en aðrir, svona er það að vera klassakona haha

Allt annað sem ég sá tilheyrði “nýtt” og var því ekki á útsölu. Ég er ekki svona útsölutýpa, því ég finn sjaldnast eitthvað nema skó. Mar getur alltaf á sig skóm bætt haha

Annars er ég alltaf að verða glaðari og glaðari yfir þessum sprautum mínum. Ástæðan? Jú, hún er sú að ég hríðtapa grömmum þessa dagana og þetta eru ekki grömm sem ég sé eftir. Er að verða jafn þung (létt) og ég var eftir kvíðahnútsaðgerðina árið 2002. Það er ægilega skemmtilegt. Ætti ég að biðja um að vera á þessum sprautum áfram? Ha? Nei bara jók..

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger